Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐTN 152. saga „Samtíðarinnar": Svipurinn í Cambridge-háskóla Niðurl. j>KÍR ATBURÐIR gerðust, sem ollu ófarnaði og leiddu til harm- leiksins, er eyðilögðu eitt líf, eftir þvi sem ég kemst næst, bundu endi á annað og spilltu allri hamingju þess þriðja.“ Round segir frá því, að kvöld eitt hafi hann verið beðinn þess inn- virðulega að koma orðsendingu til Colliers. Bróðir hans var veikur, og sjálfur hafði hann hvergi fundizt. Round fór í þriðja skiptið til her- bergis Colliers um miðnæturskeið og varð heldur en ekki forviða „að sjá hann sitja þar að því er virtist alveg dauðadrukkinn.“ Fullur undrunar og viðbjóðs yfir því að sjá meðlim í bræðralagi þannig á sig kominn, fór hann að brjóta heilann um, hvernig Collier hefði komizt inn til sín, án þess að sézt hefði til hans. Nokkrum kvöldum eftir þennan atburð, þegar hann var samkvæmt venju aleinn á gangi í garðinum seint um kvöld, öðlaðist hann lausn á þessari myrku ráðgátu. Hann sá þá, hvar Collier kom skjögrandi eftir hjágötu, sem garðyrkjumaðurinn og enginn annar labbaði, aðeins öðru hvoru, og hann sá hann fara gegnum Iilið, sem mjög fáir fóru um, en það er milli garðsins og svonefnds Second Court og er aðeins örfá skref frá uppgöngunni að íbúð Colliers. Daginn eftir rannsakaði hann þennan hluta garðsins. „Sem meðhmur bræðralagsms,“ skrifar hann, „var hann vanur að bera á sér lykil, sem gekk bæði að dyr- unum og garðshliðinu. Þannig gat hann komizt aftur til herbergja sinna og lokað að sér, án þess að nokkur maður vissi, að hann hefði hreyft sig fótmál þaðan.“ Round ákvað að segja hvorki Collier né nokkrum manni öðrum frá því, sem hann hafði komizt að. Tím- inn leið löturhægt. Kvöld eitt sýndi Collier honum tvær prýðilega gerðar smámyndir af frú Clifford og sjálf- um sér. Þegar Round innti eftir því, hvaða listamaður hefði gert mynd- irnar, reigði Collier sig og sagði hlæjandi: „Hvað, ég gerði — eða öllu heldur: María og ég — frú Clifford, á ég við. Við gerðum þær í félagi.“ Round var óhamingjusamari en frá megi segja, en þá vildi til atvik, sem hafði hressandi áhrif á hann. Gamli grískuprófessorinn var í þann veginn að láta af embætti, og Round var lofsamlega tilnefndur eftirmað- ur hans. En Collier var einnig nefnd- ur í sambandi við þessa stöðu, og svo fór, að hann og enginn annar hreppti hana. Um tilfinningar sínar gagnvart C.ollier og hina dapurlegu atburði, sem brátt dró til, skrifaði Round: „Tröllpíndur af þessum hugsun- um hjarði ég eins og hver annar dauðans vesalingur, forðaðist félaga mína eftir megni og hafði ekki rænu á að vinna neitt að ráði. Ég gat eklci

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.