Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 19 sofið og hélt því áfram kvöldgöng- um mínum í garðinum langt fram á nætur. Ég var vanur að hringsóla um garðinn eftn- gangstígnum til vinstri handar, undir hinum miklu kastaníum, og síðan út á grasflötina og framhjá stóra linditrénu og grát- viðnum, eftir grasstígnum niður á fremri flötina, kringum Miltonstréð og síðan meðfram sundlauginni áleiðis til stóru flatarinnar undir eirlita beykitrénu. Það var fögur nótt, veður var kyrrt, dálítið tunglskin og stjörnu- bjartur himinn. Ég hafði reikað um garðinn eins og vant var. Allt i einu, þegar ég stóð hjá ávaxtatrénu, sem er andspænis mórberjatrénu hans Miltons, hrökk ég við: þunga hurð- in hjá Kristlíkneskinu skall aftur, svo að undir tók. Ég vissi, að þetta var Collier.... Ég gékk þangað, sem nokkrir visnaðir runnar höfðu áður vaxið. Nú höfðu þeir verið upprættir, svo að útsýni var ágætt yfir sund- laugina. Meðan þessu fór fram, pauf- aðist Collier gegnum runnana hand- an laugarinnar og stóð nú á gras- stígnum, sem umkringir hana. Hann var ekki nema eitt eða tvö fet frá vatninu. Andartak stóð hann graf- kyrr eins og hann væri hikandi og vissi ekki gerla, hvert hann væri að fara. Hann strauk liendinni um and- lit sér, og þá tók ég eftir, að hann var berhöfðaður. Því næst tók hann að þokast inn eftir stígnum áleiðis til hússins í garðinum, en var mjög reikull í spori og straukst oft við runnana.... Allt í einu snéri hann inn á gangstíginn .... Hann var nú kominn móts við dýpri laugarend- Skrásett vörumerki VERZLANIR UM LAND ALLT Prjónavörur úr 1. flokks íslenzkri ull hæfa bezt íslenzku veðurfari. Heildsölubirgöir Heildverzl. Hólmur h.f. Bergstaðastræti 11B, Reykjavík. Sími 81418 og 5418. ÚTVEGUM beint frá verksmiðjum í Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu járn, stál, vélar og verkfæri til iðnaðar. VERZLUNARFÉLAGIÐ SINDRI H.F. Hverfisgötu 42, Reykjavík. Sími 4722.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.