Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 En í sömu svipan varð ég gripinn viðbjóði, og það kom yfir mig æði. Mér er ekki fyllilega ljóst, hvað ég hef ætlað að gera við stöngina, en þegar ég sá, að Collier kynni að komast að landi og hjarga þannig lífi sínu, sá ég allt rautt í myrkrinu. Þegar öllu var á botninn hvolft, virt- ist hin djöfullega hamingja hans ætla að reynast lionum haldgóð nú eins og endranær. Ég ákvað, að svo skyldi ekki verða. Ég lield, að ég hafi farið til hans með þeim ásetningi að bjarga honum, en þegar ég sá, að honum mundi af eigin rammleik takast að bjarga sér úr ógöngunum, snérust öll þau góðu áform, sem fyrir mér kunna að hafa vakað, upp í algert heiftaræði. Var maðurinn gæddur yfirnáttúrulega mikilli ham- ingju? Hver maður annar mundi hafa drukknað eins og liundur, eins og hann átti raunar fyllilega skilið. Þarna hafði hann ætlað sér að skreið- ast inn, drukkinn eins og svín. Til- hugsunin um Maríu greip mig. Átti hún, sem var svo góð og göfug, að bindast þessum fyllirafti, sem var að busla þarna í lauginni ? Allt var betra en að slíkt næði fram að ganga! Tunglsgeisli féll gegnum trjágrein- arnar á upplyft andlit Colliers, og hann leit framan í mig, þar sem ég stóð með útrétta stöngina. 1 sama vetfangi lét ég stöngina falla. Þungi endinn með króknum kom á vinstra gagnaugað á honum. Höfuð hans . hneig aftur á bak, og hann hvarf. Það var það síðasta, sem ég sá af Filippusi Collier.“ Hann kveðst ekki muna, hvernig hann komst til herbergja sinna. Þeg- Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13, Reykjavík. Vönduð húsgögn prýða heimilið Einungis 1. flokks efni og vinna notuð til framleiðslunnar. Alltaf eitthvað nýtt! íslenzkur silfur- borðbúnaður er alltaf gulls í GLÐL/UJGLR MAGIVLSSOIV GULLSMIÐUR Laugavegi 11 Sími 5272.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.