Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 28
24 SAMTÍÐIN Þrír sendiherrar |>Á ERU þær komnar allar þrjár, listaverkabækur Helgafells, eða nánara tiltekið: bók Ásgríms, Jóns Stefánssonar og Kjarvals. Um út- gáfu þessa hafa menn yfirleitt verið sammála, talið hana marka áfanga í íslenzkri bókagerð. Og nú minnist ég þess, að er ég var staddur á hcim- ili íslenzku sendiherrahjónanna í Washington sumarið 1948, bar þar að garði Ijósmyndara, er þangað var kominn að undirlagi Helgafells- forlagsins til þess að taka mynd af málverki, sem átti að koma í einni þessara bóka. Ég man, að þessi mikli kunnáttumaður var mjög lengi að taka myndina, þvi að hún átti að prentast í réttum litum, en þetta er aðeins lítið dæmi um alla þá óhemju fyrirhöfn, sem útgáfa þess- ara bóka hefur kostað. Prentun hef- ir farið fram bæði heima og erlend- is, og það hefur verið gert að metn- aðarmáli, að allt væri með ágætum, enda alls ekki annars kostur. Og nú fara þessar þrjár íslenzku bækur lit um víða veröld, og listamennirnir þrír verða þannig boðberar, e.k. sendiherrar úr hinu unga ríki ís- lenzkrar myndhstar. „Samtíðin“ hefur áður getið bók- anna um þá Ásgrím og Jón. En bók Kjarvals kom skömmu fyrir síðustu jól. Framan við 21 litprentaða mynd hefur Halldór Kiljan Laxness skrif- að af næmum skilningi snjalla rit- gerð um Kjarval, og er um hana dreift 27 myndum, nokkrum litprent- uðum. I hinni ensku ])ýðingu af rit- Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann Sá, sem vill vera vel klæddur, kaupir Alafoss-föt Verzlið við ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 3404 og 2804. Komið á Borg Borðið á Borg Búið á Borg

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.