Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN líkamskrafta sinna á hentugan eða hag- kvæman hátt, heldur þvert á móti. Nauð- synlegt væri að kenna unglingunum æf- ingar, er væru í fullu samræmi við þær hreyfingar, sem daglegt starf krefðist, t. d. að allar hreyfingar efri búksins og handleggjanna væru í samræmi við hreyf- ingar neðri búksins. Þegar fólk veiktist unnvörpum á vinnustöðum, stafaði slíkt af því, að það þekkti ekki einföldustu hreyfingarlögmálin. En á þess háttar væri aldrei minnzt í sambandi við fimleika- kennsluna í skólanum, heldur væri þar beinlínis brotið í bág við þau). Yfirlæknirinn varaði mjög við ofreynslu af völdum fimleika. Hann taldi, að fim- leikakennurum bæri skylda til að halda aftur af viljugustu og áhugasömustu nem- endum sínum, en tefla í þeirra stað fremst- um í raðirnar letingjum og daufingjum, er gætu haft gott af að hrista af sér slenið. Enn fremur varaði læknirinn að marg- gefnu tilefni við því að iðka af kappi fim- leika eftir langan starfsdag. Benti hann á, að það gerðu einkum duglegustu og kapp- sömustu starfsmenn þjóðfélagsins, er á- vallt kæmu fyrstir til vinnu á morgnana. Þess háttar mönnum hentaði vafalaust bezt hvíld eða mjög hófleg hreyfing að afloknu dagsverki. Þunglamalegir starfsmenn hefðu hins vegar ekki nema gott af að iðka fimleika. En reyndin yrði oft sú, að þeim kæmi ekki til hugar að leggja á sig slíkt erfiði. Að lokum kvaðst hann þekkja mýmörg dæmi þess, að fimleikamenn væru svo sundur slitnir af ofreynslu, að þeir gætu sig naumast hreyft. Ef úr því ætti að fá skorið, hvort fimleikar væru hollir, yrði að spyrja, hvort fólk, sem iðk- aði þá, yrði langlífara, heilsubetra og ó- næmara fyrir sjúkdómum en aðrir. Fyrir því kvað hann engar sannanir. Fimleika- iðkanir væru ekki heilsugjafi, þótt þær hefðu sitthvað gott í för með sér. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. VITIÐ ÞÉR ÞETTA? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver orti þetta: Ofsanum skyldi enginn beita. Of er verst i hverjum hlut. 2. Hver var 7. glímukappi Islands og vann þá nafnbót árin 1922, 1923, 1924, 1925 og 1926? 3. Hvað merkir fornyrðið bekk- skrautuður? 4. Hver var John Milton? 5. Eftir hvern er söngleikurinn Madame Butterfly? + Það er sagt: + að tekjuskattur sé sektir, sem þú borgar fyrir það, að þér skuli hafa vegnað vel fjárhagslega. ♦ að endurminning sé það, sem vaknar í huga þínum, þegar þú tíeyrir vin þinn segja skopsögurnar sín- ar einu sinni enn. ♦ að hleypidómar séu óljósar hug- myndir, sem loða furðu fast við menn og málefni. ♦ að skálar-ræðumaður sé sá, sem borðar fyrst máltið, sem hann hefur ekki lvst á, en rís því næst úr sæti sínu og segir fólki frá því, sem enginn nennir að hlusta á. ♦ að hvísl sé nokkurn veginn örugg aðferð til að fá fólk til að hlusta á það, sem það mundi annars alls ekki hlusta á.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.