Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐiN vestrænna öndvegsþjóða, land sitt fyrir gestum úr hópi menntamanna frá öllum löndum. Þess má geta, að Þórhallur Þorgilsson bókavörður tekur þátt í þessu námskeiði af Is- lendinga hálfu, en hann hefur, sem kunnugt er, lagt stund á rómönsk mál og bókmenntir. , Spánn — land ævintýra og' iðjusemi Það kann að vera djarft að orði kveðið að nefna iðjusemi i sambandi við Spánverja. Svo oft hefur maður lesið þá fjarstæðukenndu fullyrð- ingu, að þeir séu latir og duglausir og fresti lausn sérhvers aðkallandi verkefnis eins lengi og unnt er. 1 þessu sambandi hefur einhver sér- vitringurinn eða öfugmælahöfundur- inn fundið upp einkunnarorðið: manana, og hefur það síðan oftlega verið notað um framtak eða réttara sagt framtaksleysi spönsku Jjjóðar- innar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hér er um fullkomið öfug- mæli að ræða, enda vinna Spánverjar með mikilli atorku að atvinnuveg- um sínum, og hafa á því sviði orðið miklar framfarir hjá þeim á síðari tímum, m.a. í áveitumálum og raf- orkuframkvæmdum. Til frekari á- réttingar má benda á þá staðreynd, að einungis samheldin og atorkusöm þjóð mundi hafa staðizt þá eldraun, sem pólitísk einangrun síðari ára hefur óhjákvæmilega hlotið að hafa í l'ör með sér.“ Magnús Víglundsson segir að lok- um: „Mér kemur í hug atvik, sem bar fyrir mig í einni al’ stórborgum Spánar fyrir röskum 17 árum. Ég var að kaupa af rosknum og ráðsett- um blaðasala eitt af þekktustu dag- blöðum landsins, og fræddi liann mig þá á því, að einmitt á þessu sama götuhorni hefði fyrir nokkrum árum staðið lítill drengur og selt blöð. Þessi drengur væri nú orðinn mikils met- inn ráðherra í ríkisstjórn landsins og jafnframt aðal ráðamaður blaðs- ins, sem ég hafði verið að kaupa. -— Spánn er land þess ævintýris, sem á sér stað, þar sem einstaklingsfram- takið l'ær tiltölulega óhindrað að njóta sín á sviði atvinnumálanna.“ unnar Stríðsnótt Á augu jarðar andar nóttin svefni eins og rauðum vindum. Hlaðin draumum næturskip vor sigla á sjafnarstraumum, á silfurvötnum mánans. Fyrir stafni er veruleikinn, draumsins dimma höfn. Ó, dúfa jarðnesks friðar, blunda rótt, því eldur stríðsins brýzt til borgar þinnar, að bústað þínum vítissprengja flýgur, þar hvítvængjaður engill einfeldninnar um álfahallir drauma sinna stígur í svefnsins borg um bláa stjörnunótt. Kaupum alla gamla málma MÁLMIÐJAN H.F. Þverholti 15. Sími 7779.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.