Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 19
SAMTIÐIN 15 landa Vestur-Evrópu. Það væri því ekki fráleitt, að nafn hinnar nýju myntar minnti á þetta haf, og mér finnst ég hafa hentugt nafn á reið- um höndum. Ég vildi láta kalla hana atlas, en undirmyntina einhverju öðru þægilegu, hlutlausu nafni. Auk þess, sem nafnið atlas minnir á At- lantshafið, er það táknrænt mynt- lieiti. Peningarnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Orðið atlas hefur um aldaraðir verið sett í sam- hand við afl og orku. I fornum heimildum er Atlass getið sem mikils jötuns, er bar uppi sjálfan himin- inn. Margar sagnir eru til um hann, og alls staðar er hann ímynd afls- ins. Hann var mátturinn, sem hélt uppi súlunum, er aðskildu himin og haf. Myndir voru gerðar af honum, þar sem himinninn hvíldi á höfði hans og höndum. Hans er einnig get- ið sem fjalls, er himinhvelfingin hvíldi á. Ein sögnin getur um Atlas, þar sem hann er í fvlgd með Herak- lesi þess erindis að ræna eplum Hesperídanna, en þau uxu á lífsins tré í fögrum aldingarði á eyju í hinu fjarsta og óþekkta vestri. Þeir, sem neyttu þessara epla, fengu varð- veitt æsku sína um aldur og ævi, þeir voru síungir. Það væri víst ekki ýkja örðugt að gera fallegar, táknrænar myndir á hina nýju atlas-peningaseðla, þar sem um jafn greinargóðar heimildir er að ræða og fornsagnirnar um jöt- uninn Atlas. JJÆRU LESENDUR. Þessar hug- leiðingar mínar um sameiginleg- an gjaldeyri eru ef til vill sprottnar af hinum gamla málshætti: ..Svo mæla börn sem vilja.“ En víst er um það, að slík l'ramkvæmd yrði veigamikill þáttur í því að koma í veg fyrir stvrjaldir, auk allra þeirra óteljandi þæginda, er af henni mundu leiða. Basl, hvað þá örbirgð, veldur tilhneigingu til öfga í lífsskoðunum, en öfgarnar valda aftur óróa, er hæglega getur leitt til uppþota og styrjalda. Það hefur sýnt sig, að grundvöllurinn undir fjármálum Evrópu og þá einkum smárikja álf- unnar hefur nú um alllangt skeið verið sandur, en ekki klöpp. Menn reynast stundum misvitrir. Þeir menn, sem þátt hafa tekið í ráð- stefnum um endurreisn fjármála Evrópu eftir heimsstyrjöldina 1939 —45, hafa sniðgengið aðalatriðið: sameining myntarinnar. Þessi snið- ganga þarf ekki að stafa af skorti á viti. Miklu sennilegra er, að hún stafi af því, að þetta öndvegisbjarg- ráð er ekki í samræmi við hagsmuni og stjórnmálaskoðanir vissra stór- velda, en hjá þeim, eins og okkur, eiga stjórnmálin og skynsemin ekki alltaf samleið. A. G. „Árgjald „Samtíðarinnar“ fyrir 1951 (25 kr.) féll í gjalddaga 1. febr. sl. Vinsamleg- ast greiðið það nú þegar án frekari ábend- ingar. Vér þökkum öllum þeim, sem þeg- ar hafa greitt árgjaldið, fljót og góð skil. HLlNARpr''°navörurnar eru fallegast- ar, beztar og vinsælastar. — Vörumerki okkar er trygging fyrir því. PRJÓNASTOFAN HLIN Skólavörðustíg 18. — Sími 2779.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.