Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 20
10 SAMTÍÐIN Sonja E. E'JeÍ^aion: Bréf úr borginni (Fyrri hluti) JJÖFUÐSTAÐARFRDRNAR hafa ekki slegið slöku við, siðan hún Jóna minntist á það við mig að senda þættinum, „Undir fjögur augu,“ línu. Þær keppast nú um að senda mér bréf og hringja til mín og gefa mér ótal verkefni. Undir fjögur augu segir maður ol’t fleira en ella hefði orðið. Ekki ber á öðru. En hver er sjálfum sér næstur. Hér er því fyrst bréf úr höfuð- staðnum, sem ég skrifaði Jónu, vin- konu minni: Reykjavík, á miðju sumri 1950. Heillakerlingin. Alltaf ert þú jafn almennileg og ekki eins mikil óræktarskömm og ég. Þakka þér hjartanlega fyrir gott og skemmtilegt bréf. Söguna var ég nú reyndar húin að heyra, en ég hló samt. En svo að maður snúi sér að líf- inu hér í höfuðstaðnum, þá misstir þú af miklu að vera ekki búin að fai’a í Þjóðleikhúsið, áður en þú fórst norður. Það var regluleg „op- levelse“, eins og Danir segja, fyrir sauðsvartan almúgann eins og mig og mina lika að komast þar inn fyr- ir dyr. 1 fyrsta lagi græddi ég „cape“, því að Ólafur minn gat ekki verið þekktur fyrir að láta mig eina vera „cape“-lausa. 1 öðru lagi var engu líkara en að maður gengi inn í bíó- tjald, þar sem verið væri að sýna leikhús úti í heimi. ólafi mínum fannst hann nú ekki hafa eins him- in höndum tekið og mér, þvi að hann hefur dvalið erlendis, en ég og karl- inn, sem sat fyrir aftan mig, nutum þess innilega, sem fram fór. Ég í hljóði, en hann upphátt: „Já, var það ekki? Var það ekki!“ endurtók hann í sifellu, þangað til Ólafur minn snéri sér við og sussaði á hann. En tvær frúr fyrir framan mig stungu saman nefjum, þegar Eyvindur bjó sig út í hríðina í síðasta þætti, og sögðu: „Hana, þar fer hann í keip- inn! Skyldi hann hafa keypt hann í Feldinum?" Hvað viðvíkur allri miðasölu, þá ert þú sennilega búin að lesa þig þreytta á því, hvernig einum finnst eitt og öðrum annað. Af því að mér finnst það þriðja, þá ætla ég að láta það í ljós. Sem sé, að við ættum að vera eins og gamla konan i kjall- aranum skannnt frá leikhúsinu, að gleðjast yfir þvi, sem aðrir hafa, en ekki maður sjálfur. 1 staðinn fyrir að öfunda ættum við að samgleðjast þeim, sem eru svo miklir lukkunnar pamfílar að geta náð í aðgöngumiða og fá þar með notið þeirrar andlegu ánægju, sem leikhúsið hefur upp á að hjóða. Þessi gamla kona á heima í lnisa- kynnum, sem heiíbrigðisyfirvöld bæj- arins ættu að líta á í hléinu, þegar þau hvort sem er þurfa að rétta úr sér til þess að sýna sig og sjá aðra. Húsnæðinu, ef húsnæði skyldi kalla, ætla ég ekki að lýsa, hvorki fyrir þér né yfirvöldunum, því að ég þyk-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.