Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 22
18 SAMTJÐIN ekki til. Því miður. Og ég veit ekki, hvers vegna ég vildi ekki trúa jafn sjálfságðri yfirlýsingu. „Ekki til,“ sagði ég. „Það er nú verri sagan. Ég' er nefnilega að skrifa bók .... sjálfsævisögu mína.“ Stúlkan leit upp. Það var auðséð á svip hennar, að hún hafði óljóst hugboð um, hvað sjálfsævisaga var. „Ég verð sennilega að geta þess í formála,“ sagði ég, „að samning bók- arinnar hafi tafizt um hríð vegna skorts á vélritunarpappír. Og viti menn. Stúlkan hætti að snyrta neglur sínar, stóð upp, leit enn á mig og hrosti hálf vandræða- lega. „Það er annars eins og mig minni, að það sé til einn pakki af vélritunarpappír uppi í hillu fyrir innan,“ mælti hún lágt. „Ef þér viljið biða svolitla stund. Ég beið. Hún kom að vörmu spori með tvo pakka af vélritunarpappír. — „Skynug stúlka“, hugsaði ég. „Hún veit, að það þarf fyrst og fremst ógrynni af pappír til þess að skrifa sjálfsævi- sögu . . . .“ 1 gær, þegar ég var önnum kafinn við ritstörfin, var drepið á dyr. „Hver fjandinn!“ varð mér að orði. „Hvað var það nú aftur, sem ég sagði, er mér skrikaði fó.tur á gang- stéttinni, þegar ég var að koma heim úr vinnunni að kvöldi þess 23. marz 1922?“ Ég mundi, að ég sagði eilt- hvað; ég segi nefnilega alltaf eitt- hvað, þegar mér skrikar fótur. Og nú var drepið á dyr. „Kom inn . . . . “ Maður með skjalatösku undir hendi opnaði dyrnar og gægðist inn. „Góðan daginn .... Ég var hérna með svolítinn reikning.“ „Reikning!“ hrópaði ég æfur og ær. „En góði maður .... Ég er önn- um kafinn við mikilsverð ritstörf.“ „Ritstörf“, át rukkarinn fyrirlit- lega upp eftir mér. „Svo þér fáizt við ritstörf. Já, — mér sagði alltaf þungt hugur um þennan reikning." „Ég er að skrifa sjálfsævisögu mína,“ anzaði ég með þjósti. „Sagn- lræðilegt verk. Heimildarrit, ekki aðeins um ævi mína og allt það, er fyrir mig hefur horið, lieldur og rnn samtíðarmenn mína, eins og þeir komu mér fyrir sjónir.“ Ég hef komizt að því áður, að rukkarar eru fljótir að átta sig á hlutunum, og þessi sannaði regluna. „Sjálfsævisögu“, sagði hann. „Sjálfs- ævisögu. Ja-há. Þessar sjálfsævisög- ur,“ bætti liann við, „þær eru ol’t og tíðum dómur um menn og málefni, oft á tíðum eini dómurinn, sem geymist seinni kynslóðum .... Já- þetta með reikninginn, — við skul- um sleppa því í bili. El' ég mætti líta til yðar, aftur, eins og eftir mánuð .... eða hálfan mánuð .... Jæja, verið þér sælir, og ég hið yður að afsaka.“ • Hann tók ofan, þegar hann kvaddi. Hvað sagði ég-nú aftur, þegar .... Hvað sagði rukkarinn? Oft á tíðum eini dómurinn .... Ef ég mætti líta inn til yðar .... ef ég mætti .... Og hann tók ofan, þegar hann kvaddi. Og afgreiðslustúlkan i hóka- búðinni...... Og hér með tilkynni ég öllum, sem liafa átt, eða hafa í hyggju að eiga við mig einhver skipti, að ég er að semja sjálfsævisögu mína. Hún verð- ur ekki aðeins sagnfræðileg heimild

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.