Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.04.1951, Blaðsíða 26
22 SAMTÍÐIN Nýjar erlendar bækur GYLDENDAL í Osló hefur senl „Samtíðinni“ þessar bækur: JENS THIIS: LEONARDO DA VINCI. Höfundur þessarar miklu bókar andaðist 1942. Hann var einn af fremstu listfræðingum Norður- landa á þessari öld og forstöðumaður listasafnsins í Osló á árunum 1908 —41. Bókin um Leonardo da Vinci er eitt af höfuðritum hans. Hún er sannkallað stórvirki, og á bak við hana eru margra ára rannsóknir í ýmsum löndum. Bókin kom fyrst út á norsku árið 1909, en á ensku 1913. I þessari nýju norsku útgáfu, sem þau Ragna Thiis og Nic. Stang hafa séð um, er útgáfan frá 1909 að vísu lögð til grundvallar, en allmiklu aukið við, sem höf. ritaði seinna um efnið. Bókin er 322 bls. í stóru broti, piýdd fjölda mynda ekki einungis af listaverkum Leonardos, heldur og ýmissa annarra meistara, einkum frá endurreisnartímahilinu. DE 100 BESTE DIKT. Peter Magnus valdi kvæðin. Að velja 100 „beztu kvæði“ úr bókmenntum þjóð- ar frá elztu tíð til okkar daga, er vitanlega engum manni fært, jafn- vel þótt þjóðin öll hafi lagt honum lið, livað geymslu og gleymsku snertir. P. Magnus virðist hafa unn- ið samvizkulega að valinu í þessa l)ók, livað svo sem Islendingar kunna að hugsa, þegar þeir sjá, að hún hefst á útdrætti úr Völuspá (í norskri þýðingu). En þegar á það er litið, hve fátæklegar norskar bókmenntir eru allt fram á 19. öld, verður skilj- anlegt, þótt seilzt sé til þess, sem BYGGINGARVÖRUR Jafnan fyrirliggjandi MiðstöSvarofnar MiðstöSvarkatlar Pípur, svartar og galv. Fittings Skólprör Hreinlætistæki Þakpappi Vírnet Veggflísar Gólfflísar Speglar Hillur og fleira í baðherbergi A. J0HANNSS0N & SMITK H.F. Sími 4616. Bergstaðastræti 52.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.