Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 7
4. hefti 18. árg. Nr. 172 Maí 1951 ÁSKRIFTARTÍMARIT UM ÍSLENZK OG ERLEND MENNINGARMAL SAMTÍÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema í janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 25 kr. burðargjaldsfrítt (erlendis 35 kr.), og greiðist það fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við síðustu áramót. Úrsögn sé skrifleg og verður að hafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum veitt móttaka í verzluninni Bækur og ritföng hf., Austur- stræti 1 og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveci 34. — Prentuð i Félagsprentsmiðjunni hf. AKADEMÍA AÐ BAR VITNI um stórhug og menn- ingarlega reisn, er hæstvirtur mennta- málaráðherra, Björn Ólafsson, lagði fyrir síðasta Alþingi frumvarp til laga um Aka- demíu íslands. Áreiðanlega hefur ýmsum fslendingum hlýnað í geði, er þeir fréttu um þetta gagnmerka frumvarp, að minnsta kosti þeim mönnum, er varið hafa mikl- um hluta ævi sinnar til þess að standa vörð um íslenzkt mál og bókmenntir, og er þar einkum átt við kennara, fræðimenn og annað ritandi fólk í landinu. í rauninni var hér um of nýstárlegt menningarmál að ræða til þess, að unnt væri að ætlast til þess, að alþjóð manna áttaði sig þegar á því. Vitrir menn sögðu, er frumvarpið kom fram: „Þetta mál verður svæft á Alþingi. Skaði, að Björn Ólafsson skyldi ekki senda það frá sér sem bráðabirgðalög milli þinga og láta svo Alþingi staðfesta það eftir á.“ Þeir hinir sömu vissu, hvað þeir voru að fara. Þingdeildin, sem frumvarpið var flutt í, vísaði því að sjálfsögðu til nefndar, og þar dagaði það uppi, og hefur ekki síðan til þess spurzt! Hins vegar virðist frumvarp menntamálaráðherra vera svo þaulhugsað og í alla staði viturlega úr garði gert, að Alþingi geti þar harla lítið um bætt. Frum- varpið hafði áður verið sent háskólaráði til umsagnar, og var það því að sjálfsögðu meðmælt. En þar sem hér er um mikið nýmæli að ræða hér á landi og ætla má, ÍSLANDS að fæstir af lesendum „Samtíðarinnar“ hafi séð fyrrnefnt frumvarp, þykir hlýða að taka hér upp nokkrar greinar þess, en þær eru samtals 12. 1. gr. Stofna skal Akademíu Islands. I henni skulu eiga sæti tólf íslenzkir rithöfundar, fræðimenn og vísindamenn, búsettir á Is- landi. 2. gr. Til Akademíunnar skal svo stofnað, að forseti íslands velur sex fyrstu félagana og skipar jafnframt einn þeirra fyrsta forseta hennar, en þessir sex félagar kjósa síðan þá sex, sem á vantar, til þess að Akademían sé fullskipuð. 3. gr. Aðalhlutverk Akademíunnar skal vera að hafa forustu um allt það, sem varðar rækt við íslenzka tungu, stuðlað getur að því að varðveita stofn hennar lifandi og óspilltan og auðga hana, eftir því sem þarf- ir krefja, í samræmi við erfðir hennar og eðli. Akademían skal einnig að öðru leyti láta viðgang og þroska íslenzkra mennta og menningar til sín taka, eftir því sem ástæður leyfa. Akademían getur meðal annars, þegar svo um semur, tekið að sér umsjá og ráðstöfun sjóða og annars fjár, sem varið er til menningarþarfa. Hér er ekki rúm til að tilfæra meira af þessu merka lagafrumvarpi, enda óþarft

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.