Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN til þess að veita mönnum h'jgmynd um eðli þess og tilgang. Hér er um að ræða stofnun styrkrar og virðulegrar miðstjórn- ar mála, er varða hámenningu Islendinga. Slík skipun er aldagömul með ýmsum öðrum menningarþjóðum, og ætla má, að einmitt nafnið a k a d e m í a, sem er forn- grískt að uppruna og hlotið hefur viður- kenningu um heim allan, sé heppilegt til þess m. a. að veita útlendingum réttari skilning á skipun íslenzkra menningar- mála. Nú er vonandi, að frumvarpið spill- ist ekki verulega í meðferð Alþingis, ef nefndin, sem trúað var fyrir því, er þá ekki í eitt skipti fyrir öll búin að urða það „átta röstum fyr jörð neðan“. VITIÐ ÞÉR ÞETTA? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver samdi leikritið Pétur Gaut? 2. Hvenær var reglulegt Alþingi sið- ast háð á Þingvelli við öxará? 3. Hver er Truman í röð forseta Bandaríkjanna? 4. Hverrar ættar eru Abessiníu- menn? 5. Dr hvaða efnum er vínandi, og hvernig verður liann til ? J\mxtur Jorilcinílon frá Lestin Um eldrunna eyðisanda, útskaga og hamraver, langmóð og göngulúin lestin hin mikla fer. I aldir og áraraðir örðuga þrautaslóð, sífellt hér sótt hún hefur, þó seitli í sporum blóð. Og áfram hún alltaf þokast, eirðarlaus, dag og nótt. En eitt þar um alla gildir: Það enginn veit, hvert er sótt. í NÆSTA hefti mun hefjast greinaflokkur eftir einn af vinsœl- ustu höfundum þjóðarinnar, Gils Guðmundsson ritstjóra. Mun hann í greinum sínum bregða upp ýms- um athygliveröum þjóðlífsmyndum frá liðinni tíð. + Það er sagt: + að veltitímar séu þeir tímar, þegar menn verða ríkir á því að féfletta hver annan. ♦ að gagnrýni sé það, sem menn geta forðazt með þvi að segja aldrei neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt. ♦ að kaldhæðni sé athvarf litilsigldra sálna. ♦ að öfgamaður sé sá, sem misst hefur sjónir á takmarki sínu, en ham- ast samt við að lýsa því. ♦ að háttvísi sé fullkomin hæfni til að lýsa öðrum eins og þeir sjá sjálfa sig. Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013. „Árgjald „Samtíðarinnar“ fyrir 1951 (25 kr.) féll í gjalddaga 1. febr. sl. Vinsamleg- ast greiðið það nú þegar án frekari ábend- ingar. Vér þökkum öllum þeim, sem þeg- ar hafa greitt árgjaldið, fljót og góð skil.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.