Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN I heimsókn hjá Burmeister & Wain JÁ ATBURÐUR, sem einna mesta athygli og fögnuð vakti hér á landi á síðastliðnu ári, var koma „Gullfoss“, hins nýja, glæsilega mótorsldps Eimskipafélags Islands hingað til lands í maí. Við þetta skip eru tengdar miklar vonir, enda er það lang fullkomnasta farþegaskip, sem islenzki flotinn hefur eignazt. Þar sem nýi „Gullfoss“ hefur vakið svo mikla og almenna aðdáun manna hér á landi, má ætla, að ýmsir hafi gam- an af að fræðast lítillega um fyrir- tækið, sem ekki einungis hefur smíð- að þetta myndarlega skip, heldur og svsturskip þess, „Goðafoss" (árið 1948), „Dettifoss“ (1949) og „Lagar- foss“ (1949), en það er hið heims- fræga, danska risafyrirtæki Bur- meister & Wain. „Samtíðin“ snéri sér sl. sumar til C. A. Mpllers, eins af forstjórum B & W, og bað liann að segja lesend- um sínum dálitið frá starfsemi fyrir- tækisins. Varð hann fúslega við þeim tilmælum. „Hvenær var B & W stofnað?“ „Fyrir rösklega hundrað árum. Vagga þess stóð í lítilli vinnustofu inni í húsgarði einum í Khöfn; þar hófst starfsemin í ákaflega smáum stíl árið 1843.“ „Komst ekki brátt allmikill skriður á framkvæmdir fyrirtækisins ?“ „Jú, eftir 10 ár var það orðið eitt hið mesta iðnaðarfyrirtæki Danmerk- ur og hafði þá þegar öðlazt sambönd- út um allan heim. Fyrirtækið fékkst Viötal viö C. /1. 3M0Íler tarstjóra við skipasmíðar og smíði gufuvéla og smíðaði mörg fræg skip á síðari helmingi 19. aldar. Um aldamótin keypti B & W einkaleyfi Rudolfs Diesels og tók þá að smiða diesel- vélar. Gerði fyrirtækið mjög gagn- gerðar breytingar á þessum vélum með þeim árangri, að um algera byltingu var að ræða í þeim efnum, og ruddi það framtak þessum vél- um mjög til rúms. Dieselvél af hinni nýju gerð, sem smíðuð var hjá B & W árið 1904, sex árum eftir að firm- að smíðaði fyrstu dieselvélina í til- raunaskyni, er enn í notkun. Þetta framtak aflaði B & W geysimikilla viðskipta um heim allan. Árið 1912 markar timamót í sögu fyrirtækisins. Þá smíðaði það diesel- mótorskipið „Selandia“ fyrir Austur- Asíu-félagið (0. K.). Jómfrúferð þess skips sannaði veröldinni yfirbm’ði dieselvélarinnar, og varð það til þess, að fjöldi skipasmíðastöðva og véla- verksmiðja úti um heim allan hófu í stórum stíl smíði B & W-dieselvéla með sérstöku leyfi okkar. Þegar síð- ari heimsstyrjöldin skall á, 1939, voru nál. 43% allra mótorskipa, sem voru yfir 2000 smál. eða samtals meira en 10% af skipaflota veraldar- inar, með vélum af okkar gerð. Fram lil 1. ágústs 1938 höfðu samtals 1013

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.