Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 mótorskip með dieselvélum af B & W gerð verið smíðuð i heiminum.“ „Hve margþætt er fyrirtækið nú?“ „Aðalskrifstofa okkar er hér við Strandgötu í Khöfn í þeim hluta bæjarins, sem nefnist Kristjánshöfn. Þar er einnig mikil vélaverksmiðja. Skipasmíðastöðvarnar eru hins vegar á svonefndri Refshalaeyju ekki all- langt héðan, en máhnsteypa og stál- smíðar fara fram á svonefndum Tígulsteinahólma (Teglholmen), og eru allar þessar stöðvar hér við höfn- ina. Er mikið hagræði að þvi að geta flutt hvaðeina sjóleiðis milli þeirra. Dótturfyrirtæki B & W eru: A/S Holeby Dieselmotor Fahrik i Holeby, A/S Frederikshavns Jernstpberi og Maskinfabrik í Friðrikshöfn, Fahrik- en „Guldborg“ Jernstpberi og Model- fabrik, A/S Carl Jakobsen’s Skibs- værft og A/S Nordisk dieselauto i Kaupmannahöfn.“ „Hve stórt flatarmál taka vinnu- stöðvar fyrirtækisins yfir, og hve mikið getið þið framleitt á ári?“ „Vinnustöðvar okkar taka yl'ir um það bil 345000 fermetra svæði, og hvað framleiðslmagn okkar snertir, getum við smíðað árlega það, sem hér segii-: Dieselvélar: 400000 hestöfl. Skipasmíðar: 80000 smál d. w. Járnsteypuvörur: 20000 smál. Stálsteypuvörur: 10000 smál. Nýsmíði: 15000 smál.“ £G SKOÐAÐI höfuðstöðvar B & V' undir leiðsögu eins af verkfræð- ingum fyrirtækisins, og var þar margt merkilegt að sjá. Fyrst voru mér sýndar höfuðbækistöðvar firm- ans á Kristjánshöfn. Þar eru samtals 23 deildir. Mikla athygli vekur Minjasafnið með hinni geysistóru og fróðlegu tímatalstöflu á stórmn vegg, þar sem athafna fyrirtækisins er get- ið í timaröð, en jafnframt sjást höf- uðviðburðir mannkynssögunnar, er gerðust samtímis þeim. Á þessum vegg má því lesa merkilega sögu, sem verður miklu áhrifameiri vegna tengsla hennar við veraldarsöguna. 1 safninu ber að sjálfsögðu mest á skipa- og vélalíkönum af ýmsum helztu smíðisgripum firmans og gömlum minjum þess. Á Tígulsteinahólmanum við suður- höfn Khafnar eru járnsteypustöðv- arnar, stálverk og smiðjur í samtals 18 deildum. Allir kranar þessara miklu járnsteypustöðva hafa sam- eiginlegan miðöxul, sem þeir snúast um, og er slíkt einstakt í sinni röð frá tæknilegu sjónaiTniði. Það, sem hér er framleitt, er síðan flutt á stórum prömmum til frekari aðgerða í vélaverksmiðjunum á Kristjáns- höfn. Skipasmíðastöðvar B & W eru á Befshalaeyju, sem er á vinstri hönd, þegar siglt er inn til Kaupmanna- hafnar. Þar hefur á undanfömum árum getið að líta Fossana okltar fjóra, sem áður er getið, i smíðum. Á Refshalaeyju er stórt athafnasvæði og sjást þar að staðaldri mörg skip í smíðum frá ýmsum þjóðum heims. Samtals eru þar 42 athafnadeildir. Ég dvaldist þar góða stund og virti fyrir mér þessar miklu skipasmíða- stöðvar og margvísleg störf smið- anna, sem skiptu hundniðum, við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.