Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Kvikmyndahöldurinn Samuel Goldwyn pLESTIR Islendingar kannast við kvikmyndatökufélagið Metro- Goldwyn-Mayer í Bandarikjunum, svo margar stórmyndir frá því hafa verið sýndar í íslenzkum kvikmynda- húsum. Gamla Bíó í Reykjavik hefur frumsýnt kvikmyndir þessa félags hér á landi. Hér verður nokkuð sagt frá þeim manni, sem þetta kvikmyndafélag er kennt við, manninum, sem fyrstur allra gerði kvikmynd í bænum Holly- wood, er nefndur hefur verið „kvik- myndahöfuðstaður veraldarinnar“. Samuel Goldwyn hlaut þá einkunn af hálfu amerískra kvikmyndafram- leiðenda 1949, að hann væri „allra tíma forvígsmaður brau t ryðjendanna í kvikmyndagerðinni“. Það mat byggðist á frábærum hæfileikum Goldwyns bæði sem listræns manns og fjái’málamanns. A þeim röskum 20 árum, sem liðin eru, síðan tal- myndir komu til sögunnar, liefur hann sent frá sér 31 stórmynd, er mjög hefur verið í minnum höfð, og enn er talað um ekki færri en tólf frægar þöglar myndir, sem hann lét gera. Samuel Goldwyn er annálaður dugnaðarmaður, sem kýs að fara sínar eigin götur. Meginsjónannið hans gagnvart kvikmvndnm er það, að þær eigi að vera skemmtilegar, en að sjálfsögðu fer slíkt eigi i hág við það, að myndirnar séu á viti ^yggðar. I 40 ár hefur Goldwyn starfað að kvikmyndagerð. Eins og SAMUEL GQLDWYN sakir standa, lætnr hann gera 1—3 myndir á ári, eftir því hvernig hon- um gengur að afla viðunandi efnis í þær. Hann hefur unnið ósleitilega að því að fá merka rithöfunda til að semja handrit að myndum sínum, og í því skyni stofnaði hann árið 1919 Kvikmyndafélag öndvegishöfunda (Eminent Authors’ Pictures, Inc.) og réð til samstarfs við sig hóp frægra manna, en af þeim mun Nóhelsverðlaunahöfundurinn Maur- ice Maeterlinck, sem nú er látinn, vera einna kunnastur hér á landi. Seinna hættust að sjálfsögðu margir nýir menn í þennan rithöfundahóp og verður að nægja að nefna hér alkunn nöfn eins og Sinclair Lewis, Ben Hecht, Robert Nathan og Robert E. Sherwood. Sá síðastnefndi samdi kvikmyndahandritin að tveim mjög frægum Goldwyn-myndum: „Beztu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.