Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN árum ævinnar“ og „Eiginkonu bisk- upsins“. Sú fyrrnefnda, sem var gerð árið 1947, vann ekki færri en 8 kvik- myndaverðlaun. 'Sagt hefur verið, að Samuel Goldwyn hafi með stórhug sínum og rausn lyft amerískum kvik- myndum á hærra stig en ella mundi, enda eru það talin meðmæli með kvikmynd vestan hafs, ef henni er líkt við Goldwyn-mynd. LIF ÞESSA fræga kvikmyndaliölds var lengi vel að sjálfsögðu ekki fremur dans á rósum en líf margra annarra stórathafnamanna. Hann fæddist í Varsjá í Póllandi 27. ágúst 1882, og voru foreldrar hans fátækir. 11 ára gamall strýkur hann að heim- an til ættingja, sem hann átti í Manchester á Englandi. Hjá þeim dvelst hann um tveggja ára skeið og vinnur þá fyrir næsta litlu kaupi bæði hjá járnsmið og í hanzkagerð, en þó nægilegu til þess, að 13 ára gamall á hann orðið fyrir fargjaldi á ódýru farrými vestur um haf til Bandaríkjanna. Þangað stefndi hugur þessa unga pólska Gyðings, sem ætl- aði sér að komast til manns í hinum nýja heimi, þar sem bráðduglegir ungir menn hafa löngum átt ævin- týraleg afkomuskilyrði, ef lánið var þeim hagstætt. Goldwyn lærði ensku í kvöldskóla, en mest lærði hann á því að vera síspyrjandi með nefið ofan í öllu, enda mannþekkjari með afhrigðum. Hann fékk brátt vinnu við vélar í hanzkagerð gegn 3 <lala vikukaupi. Ári seinna gerðist hann sölumaður verksmiðjunnar og setti j)á heimsmet með því að selja 15000 pör af hönzkum á ári! Þegar hann var orðinn 18 ára, var hann orðinn það vel efnum búinn, að liann gat úr því skroppið árlega í mánaðar- orlof til Evrópu til þess að heimsækja móður sína. Hann gerðist nú með- eigandi í fyrirtæki þvi, er hann vann við. Árið 1902, 7 árum eftir að Goldwyn kom vestur um haf, öðlaðist hann ríkisborgararétt í Bandaríkjunum, og árið 1910 kvæntist hann Blanche Lasky. Fáum árum seinna skrapp hann til New York og fór þar í svo nefnt 5 centa kvikmyndahús (að- gangseyririnn nam 5 centum). Mynd- ir þær, sem sýndar voru í j)ess háttar kvikmyndahúsi, mundu ekki þykja mildls virði nú og voru það reyndar aldrei. En Samuel Goldwyn birtust heilar sýnir af framtíðarmöguleikum, meðan á sýningunni stóð, og að henni lokinni ákvað hann að afsala sér þeirri öruggu og arðherandi stöðu, sem hann hafði aflað sér við hanzka- iðnaðinn, og helga kvikmyndagerð alla krafta sína héðan í frá. Með aleigu sína, sem áætlað er, að numið hafi 26500 dölum i handbæru fé, stofnaði Goldwyn ásamt mági sínum, Jesse Lasky, sem var leikstjóri, kvik- myndatökufyrirtækið „The Jesse Lasky Feature Photoplay Company“, og réð félagið ungan leikritahöfund Cecil B. DeMille að nafni, er síðar gerðist heimsfrægur kvikmyndahöld- ur, til þess að stjórna töku fyrstu myndar sinnar um hvíta manninn, er kvæntist Tndíánakonunni (The Squaw Man). Það var fyrsta heildar- kvikmynd, sem tekin var í Banda- rikjunum og jafnframt í bænum I lollywood, og var myndin tekin í

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.