Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 fyrrverandi hesthúsi! Þessi mynd vakti geysilegan fögnuð vestan hafs, enda má segja, að með henni hefjist kvikmyndaöldin í Bandaríkjunum. Þeir Goldwyn létu heldur ekki á sér standa að taka næstu kvikmynd sína, er einnig þótti takast með afbrigðum vel og færði þeim stórfé á þeirrar tíðar mælikvarða. En þess má geta, að ekki hefðu þessir 26500 dalir, sem Goldwyn hóf kvikmyndatökustarf sitt með, hrokkið langt nú á dögum. Til þess að ráðast í myndatöku nú þarf margfalt meira fé. ^RIÐ 1916 sameinaðist Lasky-kvik- myndatökufélagið öðru félagi, en það varð til þess, að Goldwyn seldi hlut sinn i þvi fyrir 900 000 dali. Árið eftir stofnaði hann enn nýtt kvikmyndafélag „the Goldwyn Picture Corporation“ og réð til sín fremstu söng- og leikkrafta bæði úr leikhúsum og óperum til þess að láta þá leika i kvikmyndum sínum. Það er í frásögur fært, að um þær mundir bauð Goldwyn óperusöngkonunni Mai*y Garden 15 000 dala vikukaup, og þótti slíkt óheyrileg rausn, enda var kauptilboð jietta þá algert eins- dæmi í veröldinni. Varð Goldwyn nú að sjálfsögðu vel til leikara, enda gat hann valið úr ýmsum frægum leik- urum, og hjá honmn léku um þessar mundir þau Geraldine Faiæar, Maxine Elliot, Will Rogers og Mabel Nor- mand, En hann lagði ekki minni á- herzlu á að ráða til sin afburða leik- tjaldamálara og aðra starfsmenn, er stuðla mættu að þvi að auka við- hafnarbrag myndanna. Arið 1923 varð til upp úr þessu kvikmyndafélagi hið víðfræga félag Metro-Goldwyn-Mayer, sem getið var í upphafi þessa máls. Samuel Goldwyn gerði sér i öndverðu vonir um, að hann fengi einn ráðið vinnu- brögðum þess félags. En þegar sú von brást, vildi hann ekki starfa með hinum nýju félögum sínum, heldur gekk úr félaginu og seldi þeim hlut sinn í því. Jafnframt því hét þessi stórbrotni og' ráðríki athafnamaður því með sjálfum sér, að hann skyldi aldrei framar verða háður neinum félagsskap, sem hétu hluthafar eða félagsstjórn. En það er af Metro- Goldwyn-Mayer að segja, að enn er það talið mesta kvikmyndatökufélag í heimi, og það kennir sig framvegis við Goldwyn í aðdáunarskyni fyrir hina stórmerku hlutdeild hans í frægð félagsins. Tveim árum seinna — 1925 — stofnaði Goldwyn sitt eigið kvik- myndatökufélag, Samuel Goldwyn, Inc., Ltd., öllum öðrum óháður. Hann er m. a. frægur fyrir það, að hann horfir aldrei í kostnað, til þess að mvndir hans megi verða nleð sem allra mestum viðhafnarhrag. I }’ins- um efnum virðist bezt henta, að maður af hans gerð sé einráður. Einu sinni er sagt, að hann hafi látið taka upp aftur lieiU atriði i kvikmynd, einungis vegna þess að hann taldi, að hreyta þyrfti einu orði. öðru sinni varð áð gerbreyta öllum sviðsútbún- aði, af því að Goldwyn áleit, að dyr væru á skökkum stað. Ekki þarf að taka það fram, að margir af frægustu kvikmyndaleik • urum heimsins hafa starfað hjá þess- um fræga manni. Nægir í þeim efn-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.