Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 sinn. Þegar amma hans var að hátta liann um kvöldið, andvarpaði Nonni, kvartaði undan myrkfælni og sagð- ist endilega vilja fara heirn til sín. „En ekki sefurðu við ljós heima hjá þér, elskan mín,“ sagði amma hans. „Nei“, anzaði Nonni, „en þar er mitt eigið myrkur.“ „Þú segir, aö þessi hattur sé 10 ára. Hvernig má það ske?“ „Jú, sjáðu nú til, ég hef 4 sinn- um látið hreinsa hann og svo 6 sinn- um haft hattakaup.“ Dómarinn: „Er það satt, að þér hafið brotið heila súpuskál á höfð- inu á Jóni?“ Sakborningur: „Já, en ég œtlaði alls ekki að gera það.“ Dómarinn: „Ætluðuð þér þá ekki að hitta hann með henni?“ „Jú, en ég ætlaði alls ekki að brjóta skálina.“ „Ja, það er ótrúlegt, en ég las í blöðunum, að það tœki ekki nema 40 mínútur að smíða heilan Ford- bíl.“ „Þá er nú kaffihléið víst með tál- ið.“ Hún: „Elskar þú mig mín vegna?“ Hann: „Já, eingöngu, og þegar við erum gift, vil ég ekki sjá neitt af þínu fólki í mínum húsum.“ EF YÐUR vantar úr eða aðra skrautgripi, þá munið: MAGNÚS E. BALDVINSSON Úra- og skrautgripaverzlun, Laugaveg 12, Reykjavík. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann Sá, sem vill vera vel klæddur, kaupir Álafoss-föt Verzlið við ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2, Reykjavík Simar: 3404 og 2804. FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmumingu, Bílasprautun. SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.