Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 FRA ÞJOÐLEIKHIISIIMU Indriði Waage sem Willy Loman sölumaður. MJÖG ÁHRIFAMIKILL amerískur sorgar- leikur: Dauði sölumannsins (Death of a Salesman) eftir Arthur Miller hefur að undanförnu verið sýndur í Þjóðleikhúsinu. Efni leiksins er að vísu háamerískt, en listar- tök höfundar á því eru þvílík, að í meðferð lians varðar það alla. — Indriði Waage, töframaðurinn í hópi þeirra fáu Islendinga, sem kunna að setja sjónleik á svið, hefur að þessu sinni unnið þrekvirki í tvennum skilningi, annars vegar með markvissri leik- stjórn, en þó öllu fremur með túlkun sinni á aðalhlutverki leiksins í gervi sölumanns- ins, þessa dauðlúna miðlungsmanns, sem næsta lítið hefur borið úr býtum eftir ára- tuga þrældóm, en nú skal miskunnarlaust varpað út á „mannfélagsins haug“. Annað aðalhlutverk leiksins, konu sölumannsins, leikur frú Regína Þórðardóttir með ágætum. Leiksýningar þessar eru í heild sinni merkur viðburður og verðskulda mikla aðsókn. Regína Þórðar- dóttir sem Linda, kona sölumanns- ins, í lokaatriði leiksins. Bak við hana eru frá vinstri: Bernard (Steindór Hjör- leifsson), Happy (Róbert Arnfinns- son), Charley (Valur Gislason) og Biff (Jón Sig^ urbjörnsson).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.