Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN (jiti Cjíi&muncliion: oCitifa unt öxl 1 ÞEGAR FRAM ÉH SA Svo hefur talazt til, aö Gils Guðmundsson rithöfundur láti „Samtíðinni“ í té flokk stuttra greina undir heitinu: Litiðum öxl. Er svo til ætlazt, að greinar þessar liðnum tímum, einkurn frá 19. öld, segi frá lesendur tímaritsins kjósi að vita nokkur bregði upp svipmyndum úr isl. þjóðlífi á mönnum og málefnum, sem ætla má, að deili á. Hver grein verður sjálfstæð að JJIÐ MIKLA fannfergi á liðnum vetri og barátta sú, sem háð hef- ur verið í sveitum landsins til að koma í veg fyrir fjárfelli, mun hafa rifjað upp fyrir mörgum hinar dap- urlegu myndir úr sögu þjóðarinnar, er grimmir vetur og hörð vor lögð- ust á eitt og stefndu öllu í þrot, svo að kvistaðist niður hæði íe og fólk. Sem betur fer eru nú önnur og meiri tök á að mæta vetrarharð- indum en áður var, meðan sam- göngur allar til landsins og lands- hluta á milli voru næsta bágbornar og lágu að mestu leyti niðri frá því á haustin og fram á vor. En þess meg- um við vera minnugir, að snjóa- og frostavetur geta komið á okkar dög- um, engu síður en fyrr. Og enginn fær vitað, hvenær hafísinn, „lands- ins forni fjandi“, vitjar okkar á ný. Þótt við höfum haft lítið af honum að segja nú um sinn, er valt að treysta því, að saga hans sé öll hér við land. En þessi pistill átti ekki að vera hugleiðing um ókomin harðindi, heldur var ætlunin að hregða upp nokkrum myndum af einum af mörgum grimmdarvetrum á liðinni öld. Hef ég valið veturinn 1873—’74, sem sýndi landsmönnum rækilega i tvo heimana, en varð j)ó ekki felli- efni. — R i t s t j. GIL5 GUÐMUNDSSDN vetur, því að allt hjargaðist á síðustu stundu. Einhverjar heztu heimildir þeirra tima um veðráttuna og lífs- haráttu fólksins er að finna í hréf- um skilgóðra manna, bæði einkabréf- um (t. d. hréfum til frænda og vina í Vesturheimi) og fréttabréfum þeim, sem vikuhlöðin birtu úr ýmsum héruðum. Vorið 1873 hafði verið kalt og hart, svo að spretta var léleg um sumarið og bændur því víða fremur illa við því búnir að mæta hörðum vetri. Það hætti þó nokkuð úr skák, að nýting heyja var víðast hvar góð.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.