Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 En svo miklir voru kuldarnir um sumarið, einkum á Vestrn*- og Norð- urlandi, að í bréfi úr Steingrímsfirði er þess getið um haustið, að enginn mánuður sumarins hafi liðið án þess að snjóaði í byggð, enda lá hafísinn skammt undan Hornbjargi. Er nú bezt að láta bréfin tala sínu máli. Úr bréfi úr Þistilfirði, dags. 27. janúar 1874: „Tíðin er hér í voðalegasta lagi, oftast stórhríðar með dæmafáum frosthörkum. 11.—12. f.m. voru ó- stjórnlegar stórhríðar og nóttina fyrir 18. des. var hér svo mikið norðaustan stórviðri með hríð, að rosknir menn segjast ekki muna annað eins. Það gerði skaða á skip- um og heyjum.“ Ur bréfi af Jökuldal 29. jan.: „Annað óskapa veðrið kom 12. f. m., er sleit upp freðinn gaddinn og allan jarðveg, er til náði, en fyllti hús og bæi með dæmafáu innfoki, svo víða var það, að hvorki varð komizt út eða inn, nema að brjóta hurðir af járnum. Tvær júffertur tók upp að Langhúsum i Fljótsdal og fleygði þeim meðal bæjarleið, yfir Jökulsá og út á það svokallaða Dranganes fram og niður af Val- j)jófsstað; þar lágu þær saman eins og systur. Síðan um nýár hafa oft- ast verið 18—20° á R og þar yfir. Það má svo heita, að á Efra-Dal og sumum bæjum hér út frá liafi verið jarðlaust síðan í 22. viku sumars, og muna menn engan vetur slíkan, ann- an en blóðveturinn 1822.... .... Hafísinn kvað kominn suður fyrir Fáskrúðsfjörð og bjamdýr gengin á land. Eitt lagði hramminn inn um glugga á Heiðarseli í Tungu; piltar hlupu ofan, og var þá bangsi að halda af stað, en hafði hrifsað pils, er úti hékk, og reif það í sig. Annað dýr sá drengur nokkur að Dalhúsum, hann sigaði hundi sínum í það, en hljóp sjálfur undan, og hefur rakk- inn eigi sézt síðan.“ Ur bréfi frá Eiðum í Suður-Múla- sýslu 3. apríl. „11,—12. janúar kom hér óttalegt noi’ðanveður; þá reif grjót upp úr túnum í Jökulsárhlíð; báðar kirkj- urnar á Berufirði og í Berunesi fuku og brotnuðu í mola. Þá urðu skaflar svo harðir, að það mátti fara á skaut- um á þeim, og menn máttu saga þá sumstaðar til þess að komast í hús. Víðast hvar urðu skepnur að standa málþola. 16 s. m. kom annað ofsaveðrið, litlu minna; misstu þá margir fé til dauðs. Svo leið þar til milli 25. og 26. Þá kom eitt ógna veðrið með skara, því skel var á snjó. Siðan hafa mörg liörð veður komið og drepið bæði menn og skepnur, en þó hafa engin þeirra verið eins fjarskaleg og þessi. Frost- in hafa líka verið dæmafá, 18—20° R og þar yfir. Frá því í desember og þar til seint í janúar var allt fullt með hafís og allir firðir og flóar lagðir. Bjarndýr gengu hér aftur og fram og voru þrjú drepin hé'r eystra. Víða eru menn orðnir mjög tæpt staddir með hey, og á Jökuldal eru þeir konmir í mesta uppnám.“ Úr bréfi úr Mývatnssveit 4. apríl. „Veturinn hefur verið svo harður, að menn muna eigi jafn langsama og mikla tíðarillsku. Þvi það er sannast sagt, að síðan mánuði fyrir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.