Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 Úr 4. atriði sjón- lciksins Nóttin langa. Frá vinstri: Heildsalinn (Gunnar Bjárna- son), skáldið (Sig- urður Kristins- son), umferðapré- dikarinn (Valgeir Óli Gíslason). Rósa (Auður GuS- mundsdóttir), stjörnufræSingur- inn (Hafsteinn Baldvinsson), bankastj. (Ólafur Örn Árnason), Sigríður (Kristjana Breiðfjörð), Halla Hauks (Jóhanna Hjaltalín). sinnum á árunum 1943-44-45, og má hiklaust segja, að þessi leikur hafi komið fótunum undir félagið fjár- hagslega. Hefur það notið hans svo að segja til þessa dags. En önnur leikrit hafa og orðið vinsæl. Kinnar- hvolssystur voru ágæta vel sóttar árið 1945, en þær voru fyrsta við- fangsefni félagsins í B ejarhíó. Sýn- ingar voru þá í fullum gangi, er þeim var hætt eftir 8 sýningar, vegna brottfarar leikara. Nú oru Kinnar- hvolssystur teknar upp aftur í vetur og leiknar 10 sinnum. Revían Gullna leiðin eftir Loft Guðmundsson, sem leikin var 1949, varð og afar vin- sæl. — Annars var fyrsta verkefni félagsins ei'tir hafnfirzkan höfund, Stein Sigurðsson, og var hann enn á lífi, þegar það var sýnt árið 1936. Var það Almannarómur, og var vel sótt.“ „Eru leiksýningar ykkar mikið sóttar af utanhæjarfólki?" „Já, mjög mikið. Reykvíkingar hafa alltaf sótt leiksýningar félags- ins, síðan það hóf göngu sina, en þó alveg sérstaklega á síðari árum, eða eftir að farið var að leika í Bæjar- bíó. Suðurnesjamenn sækja og mildð. Eins hefur félagið sýnt víða annars staðar, svo sem suður með sjó, á Akranesi, austan Fjalls, í Vestmanna- eyjum og víðar. „Hverjir hafa verið vinsælustu leikendur félagsins?“ „Því er nú erfitt að svara. Hulda Runólfsdóttir lék ráðskonuna í Ráðs- kónu Bakkabræða og var jafnframt lieikstjóri. Hún lék einnig Úlriku í Kinnarhvolssystrum nú i vetur við hinn hezta orðstír. — Annars er rétt að geta tveggja leikara, sem mestan þátt áttu i leiksýningum í Hafnar- firði síðasta áratuginn, en ]iað eru þeir Arsæll Pálsson og Sveinn V. Stefánsson, sem lengst af var for- maður félagsins, eða um 10 ára skeið. Hánn er nú fluttur úr bænum. Þá er og vert að geta þess, að Herdís Þor- valdsdóttir byrjaði að leika hjá L. H., enda er hún uppalin i Hafnarfirði.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.