Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN Systir hennar, María, sem nú er í leikskóla Þjóðleikliússins, hefur og leikið hjá félaginu. Er ég illa svik- inn, ef hún er eklci efni í góða leik- konu. Á síðustu árum hafa félag- inu bætzt góðir leikkraftar, en fram- tíðin sker að sjálfsögðu úr um vin- sældir þeirra.“ „Hefur félagið nokkur sérstök á- form á prjónunum um þessar mundir?“ „Nei, ekki önnur en þau að reyna að halda starfseminni áfram með líku sniði og áður. Viðhorfin eru að sjálfsögðu breytt, eftir að Þjóðleik- húsið tók til starfa og Leikfélag Reykjavíkur ákvað að halda starf- semi sinni áfram. En þó er von okk- ar, að leikstarfsemi i Hafnarfirði geti enn haldið í horfinu, ef vel tekst með val verkefna. Er óhætt að full- yrða, að síðasta verkefni félagsins, Nóttin langa eftir Jóhannes Steins- son, er eitt Iiið bezta, sem félagið heftir tekið til meðferðar. Var það félaginu mikill fengur að fá nýtt, ís- lenzkt leikrit lil sýningar á þessum merku tímamótum í sögu þess. En skopleikurinn Nóttin langa er svo vel gert leikrit, að það á vafalaust eftir að verða sýnt víða um land. Leikstjórinn, Einar Pálsson, vann einnig að uppsetningunni af mikilli kostgæfni, enda er hann ágætur lista- maður í sinni grein. Annars vildi ég að lokum segja það, að félagið hefur á undanförnum árum fengið leik- stjóra frá Revkjavík til þess að setja upp leikritin, og hafa þeir allir reynzt mjög áhugasamir og duglegir í stai’fi. Er það von okkar í L. H., að með útvegun góði’a leiki’ita og æfði*a leik- stjóra og áhuga og ósérplægni fé- laganna sjálfi’a, eflist leikstarfsemi i Hafnai'fii’ði í fx'amtíðinni.“ „Samtíðin“ óskar L. H. til ham- ingju með afmælið og góðs gengis á komandi árum. 106. krossgáta 1 2 3 4 5 m ® e§ Ott se i • n m T5 T\ li 1— eo u 11 11 16 m® m (Ójgí' 17 Lárétt: 1. Karlmannsnafn. — 6. Mörg. — 7. Greinir. — 9. Samtenging. — 10. Fugl. — 13. Dekagramm. ■— 14. Tíðarat- viksorð. — 15. Mjúk. — 17. Þjálfaður. Lóðrétt: 2. Á flík. — 3. Geri of mikið úr. — 4. Leit (so.). — 5. Skjótt. — 7. Straumsveipur (aukafall). — 8. Login. — 9. Fæðan. — 11. Skoðun. — 12. íþrótt. — 16. Viðskeyti (aukafall). RÁÐ NING á 105. krossgátu í síðasta hefti. Lárétt: 1. Betur. — 6. Fum. — 7. Ól. — 9. Öll. — 10. Skuggar. — 13. Kórar. — 14. Af. — 15. Tal — 17. Marar. Lóðrétt: 2. Ef. — 3. Tugur. — 4. Um. — 5. Allri. — 7. Óla. — 8. Óskar. — 9. Ögrar. — 11. Kóf. — 12. Gata. — 16. La. Hf.TNARPÖ ónavörurnar eru fallegast- ar, beztar og vinsælastar. — Vörumerki okkar er trygging fyrir því. PRJÓNASTOFAN HLlN Skólavörðustíg 18. — Sími 2779.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.