Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Cfí'um íóLnzlan iLj! ^ia °9 LJur 1?. ÍSLENZKAR IMIÐIiRSIJÐUVÖRIJR NJÓTA ALITS ERLENDIS FRÁSÖGIM TRYGGVA JÓIMSSONAR FORSTJÓRA nLLIR ISLENDINGAR þekkja hin- ar fjölbreyttu niðursuðuvörur frá Niðursuðuverksmiðju S. I. F. (Sölu- sambands íslenzkra fiskframleið- enda), sem orðin er geysimikið iðn- aðarfyrirtæki á íslenzkan mæli- kvarða. Nýlega skoðaði ég húsakynni verksmiðjunnar við Lindargötu 46 -48 í Reykjavík og naut í þeim efn- um leiðsögu forstjórans, Ti-yggva Jónssonar niðursuðufræðings. Tryggvi er þaulkunnugur öllu því, er lýtur að niðursuðu, enda hefur hann starfað við þá iðju síðan 1933, er hann hóf niðursuðunám hjá stærsta niðursuðufyrirtæki Svíþjóð- ar, Bröderna Ameln, en þar var hann, til þess er hann stofnaði sjálf- ur niðui'suðuverksmiðju í Kaup- mannahöfn í félagi við Jón Helga- son stórkaupmann. Lagði sú verk- smiðja mestmegnis niður ísl. síldar- afurðir, er seldar voru eingöngu á dönskum markaði. Þegar Niðursuðu- verksmiðja S.I.F. hóf starfsemi sína árið 1938, var Tryggvi Jónsson feng- inn til að kenna starfsfólki hennar niðurlagningu síldarafurða o.fl. En í árslok 1939 seldi hann Jóni Helga- syni hlut sinn í verksmiðju þeirra í Khöl'n og fluttist síðan alfarinn heim til Islands. Fram til 1944 starf- aði hann sem niðursuðufræðingur í verksmiðju S.I.F., en hefur síðan auk þess veitt henni forstöðu. Þegar Tryggvi hafði sýnt mér hin mvndarlegu húsakynni og véla- kost verksmiðjunnar og skýrt frá vinnubrögðum hcnnar og afköstum, liað ég hann að segja Iðnaðarþættin- um frá framleiðsluháttum verk- smiðjunnar. Varð hann fúslega við þeim tilmælum, og fórust honum orð á þessa leið: Síldarafurðir „Verksmiðjan notar aðallega 4 teg- undir síldarafurða: Kryddsíld, salt- sild, sykursíld og matjessíld. Krydd- síldin er aðallega notuð í gaffal- hita og kryddsíldarflök, sem lögð eru í mismunandi sósur i misstórar dós- ir. Saltsíldin er bæði flökuð og súrs- uð (maríneruð). Sykursíldin er lögð niður lieil í 7 kg. dúnka, en einnig flöluið og sett í sósur. Hér er mest- megnis átt við Norðurlandssíld, og er hún að mestu leyti seld til Banda- ríkjanna. Hefur náðst þar hagstæðara verð fyrir hana en norska og sænska síld, sem komið hefur þó á amerísk- an markað löngu fyrr en okkar síld. Siðastliðið ár voru fluttir liéðan vest- ur um haf um það bil 10 þúsund kassar af mismunandi tegundum nið- urlagðrar síldar. Jafnframt má geta þess, að sala niðurlagðrar sildar hef- ur tólffaldazt hér innan lands, síðan Niðursuðuverksmiðja S. I. F. hóf starf sitt.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.