Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 21
SA.MTIÐIN 17 af þessari vörutegund. Fiskbúðingur okkar er einnig búinn til ur hinni ljúffengu islenzku ýsu og þykir ágæt- ur. , Niðui’suðuverksmiðjan hefur, frá því bún tók til stai’fa, frainleitt úr ufsa svonefndan sjólax. Fyi’st er ufsinn flakaður og saltaður, en eftir 2—3 mánuði er hann afvatnaður og skorinn í hæfilega stór stykki, mið- að við dósastæi'ðina. Þessi stykki eru skorin í þunnar sneiðax*, þær síðan litaðar og í’eyktar og lagðar í soya- haunaolíu. Sjólax er vinsæl fæða hér innan lands. Ái’ið 1949 tókst okkur að selja 400 þús. dósir af honum til Englands fyrir sæmilegt verð, og líkaði hann þar ágætlega. Fi’amleiðsla þessai’ar einu sendingar skapaði hér mikla atvinnu. Unnu að henni um 100 manns í 4 mánuði, og námu vinnu- launin um 400 þús. kr. Um undanfarin 11 ár höfum við árlega keypt murtu af Þingvalla- sveitarbændum, senx veiða hana í lagnet fi'á miðjum september og fram í nxiðjan október ár hvert. Mest höfum við keypt af þeim um 25 lest- ir á hausti, en veiði þeii’ra hefur ver- ið mjög misjöfn. Murtan er hausuð, slægð, soðin niður og seld til Amer- íku. Unx nokkur undanfarin ár hefur verksmiðjan keypt smásíld, sem veiðzt hefur hér inni í sundum, og hefur hún verið í’eykt sem sardínur og lögð í soyabaunaolíu og tórnat- sósu. Hefur þetta ])ótt afhi'agðsmat- ur hér á landi. Við höfum í ár sent dálítið magn af niðui’lagðri Faxasíld til Banda- ríkjanna. Hún hefur þótt góð, en stærðin vii'ðist ekki hæfa Ameríku- markaði, og hefur eindregið verið óskað eftir stærri síld (Norðui'lands- síld) að vestan. Ái’ið 1949 flutti verksmiðjan út niðui’suðuvörur fyrir um 1 millj. og 700 þús. ki’., en seldi á innlend- um markaði fyrir um 800 þús. kr. Gi’ænmeti Við höfurn fi'á upphafi soðið nið- ur alls konar grænmeti fyrir innan- landsmai’kað. Má í því sambandi nefna: Blómkál, hvítkál, gulrætur, agúi’kui’, blandað grænmeti og gi'æn- ar haunir, en þær eru eina innflutta gi’ænmetið, sem við notum. Salan á niðui’soðna grænmetinu frá okkur hefur aukizt jafnt og þétt ár frá ári.“ —o— Foi’stjóriim gat þess að lokum, að yfirleitt hefðu vörur verksmiðjimn- ar notið óskiptra vinsælda bæði inn- an lands og utan. Framleiðslumagnið hefur að sjálfsögðu nokkuð verið háð eftirspúrninni á hverjum tírna. Skort- ur á blikkumbúðum hefur í seinni tíð valdið töluvei'ðum öi'ðugleikum, en líkur eru til, að úr því rætist inn- an skanuns. í verksmiðjunni vinna að staðaldi’i 40—50 manns, en þegar flést hefur yerið, hafa starfað þar á annað hundrað manns, aðallega stúlkui’. Fi'á því er verksmiðjan tók til stai'fa og fram til siðustu ára- móta, lxafði húxx greitt í vinnulaun samtals: 4,5 millj. krónur. TILKYNNIÐ „Samtíðinni" tafarlaust, ef þér hafið bústaðaskipti og forðizt þannig vanskil.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.