Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Sonja (U. ^Jiefgaíon: Hefurðu heyrt, að - - ? JÓNA HEFUR ekkert látið til sín heyra, síðan ég skrifaði henni norður. Það lá við, að ég væri farin að lesa dánartilkynningar daghlað- anna, sem ég legg þó yfirleitt ekki í vana minn. 'Silla frænka mín segir, að ég sé bjáni að lesa ekki einungis þær, heldur einnig eftirmælin, sem hún telur skemmtilegasta lesmálið. Ég hafði ekki haft neinn sérstakan áhuga, en upp á síðkastið hafði ég l'arið að ráðum Sillu og sannast að segja skemmt mér vel. Þau voru vægast sagt oft á* tíðum spaugileg. Ráðríkir og eigingjarnir menn nrðu eftir dauðann fyrirmynd annarra manna, en lauslátar og nautnaríkar konur breyttust í engla í vel sömdum eftirmælum. HölTindarnir fengu skrifin vel greidd; annars hefði þeim varla farizt þetta eins vel úr hendi. En Jóna vinkona mín var hvorki dauð né grafin, og einn góðan veður- dag barði hún að dyrum. „Aldrei er friður í þessu húsi,“ hugsaði ég með mér. „Sennilega er þetta einhver sendisveinn með vörur til mannsins, sem ekki tímir að kaupa sér nafn- spjald. Ef til vill ímyndar hann sér, að hann sé frægari en Loftur, sem allir vita hver er, þó að hann skrifi aldrei föðurnafn sitt.“ Með fýlusvip drattaðist ég fram til að opna, reiðu- búin að hreyta úr mér: „Nei, hann á heima á næstu hæð!“ Það varð ekkert úr þessu svari, sem ég hafði á takteinum. Þess í stað hrópaði ég: „Jóna, ég á ekki krónu!“ Eins og Silla frænka segir, þegar hún hefur lesið einhverja endileysuna. „Komdu inn, manneskja, og vertu velkomin.“ „Sæl og bless og þakka þér fyrir.“ Við höfðum nóg að spjalla. Jóna leysti frá skjóðunni, en í henni var bæði gaman og alvara. Við afgreidd- um alvarlegu málin eins fljótt og unnt var og tókum upp léttara hjal. „Gerða. Hefurðu heyrt, hvernig fór fyrir einni fínni frú hérna í bæn- um nýlega?“ „Nei, hlessuð lofaðu mér að heyra.“ „Það var þannig, að liún átti kjölturakka, en til þess að hressa hann svolítið eftir allar inniverurnar, sendi hún hann til New York í heilsu- hæli fyrir húsdýr. Það er nú ekkert, en þegar hún fékk hann sendan aftur með kunningja sínum á skipi, þá var hann orðinn að tík!“ „Þeir liafa auð- vitað notað hann í þágu vísindanna og gert á honum tilraunir, og ef til vill er ekkert við því að segja.“ — „Jæja, svo að þér finnst ekkert við því að segja, þó þeir breyti karlkyni í kvenkyn. Og ])að segi ég satt, að ekki myndi ég þora að senda Jón minn þangað til lækninga, þó hann væri fárveikur og eiga það á hættu að fá liann kvenkyns aftur!“ „Vertu róleg, Jóna min, það er engin hætta á því. Annars eru karl- mennirnir ekki orðnir eins hráðnauð- synlegir og þeir voru áður fyrr.“ „Nú, við hvað áttu?“ „Hefurðu ekki heyrt um pabbalausu hörnin, sem framleidd eru eftir pöntun.“ „Nei, en ég veit um pabhalaus börn, sem fæð-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.