Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 26
22 SAMTÍÐIN Nýtt þjóðsagnahefti | BYRJUN 19. aldar hófst með ger- mönskum þjóðum mikill áhugi á alþýðlegum fræðum, gagnsýrður imyndunarafli því, er samrýmdist anda rómantískunnar, en hún orkaði þá mjög á hugi manna. Utkoma hins mikla þýzka ævintýrasafns þeirra Grimm-hræðra: Kinder und Hausmárchen á árunum 1812—22 táknaði upphaf nýs tímabils í þess- um efnum. Nokkru seinna hófust fræðimenn á Norðurlöndum handa um útgáfu þjóðsagna, og nægir í því sambandi að nefna þá Thiele í Danmörku, Cavallius og Stephens í Svíþjóð, Faye, Ashjörnsen og Moe í Noregi. Koniu söfn þessara manna öll út fyrir miðja 19. öld. Hér á landi birtist skilningurinn á nauðsyn þjóð- sagnasöfnunar fyrst að marki með hinu merka brautryðjendastarfi þeirra Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar um miðja öldina, en hann leiddi til útgáfu hins mikla þjóðsagna- og ævintýrasal'ns þeirra, er telja má eitt af höfuðritum is- lenzkra bókmennta. Fjöldi ísl. fræðimanna hefur sið- an fengizt við söfnun þjóðlegs fróð- leiks, og kveður í þeim efum einna mest að Ölafi Davíðssyni og Aust- firðingnum Sigfúsi Sigfússyni frá Eyvindará. Söfn Ölafs hafa verið gef- in út. En um hið mikla safn aust- firzkra fræða, er Sigfús dró saman af frábærri elju og fórnfýsi gegnir öðru máli. Fyrstu þrjú heftin komu út á Seyðisfirði á árunum 1922—25, 4. og 10. hefti í Hafnarfirði 1931-34. Hótel Sk/«Itlbreiö GISTIHÚS KAFFI- DG MATSÓLUHÚS KIRKJUSTRÆTI 8. SlMAR. 3549, 6508. Það er ótryggt að hafa óvátryggt! CARL D. TULINIUS & CO. H.F. Vátryggingarskrifstofa, Austurstræti 14. Sími 1730.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.