Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 28
24 SAMTÍÐIN 5. cfreih F'róðteiksþá ítur JJAGBLÖÐ í nokkurri líkingu við það, sem við eigum að venjast, eru ekki nema rúmlega 200 ára gömul. I fornöld þekktust að vísu eins konar fréttablöð í Rómaborg. En þau voru fest upp á múra, og á þau voru skráðar fréttir úr borginni. Elzta prentað.blað var gefið út í Kína fyrir röskum 1000 árum. Á miðöldum bárust í Evrópu manna á milli skrifuð blöð, er birtust með mjög mislöngu millibili. Prentuð lílöð voru hins vegar fyrst gefin út hér í álfu í Suður-Þýzkalandi í upp- hafi 17. aldar. Á 18. öld hóf göngu sína fjöldi blaða í Vestur-Evrópu. Eftir aldamótin 1800 tóku blöðin að verða mjög mikilvæg bæði sem fréttablöð og pólitísk áróðursgögn. Allir vita, hve mikinn þátt voldug og víðlesin blöð nú á tímum geta átt í því að skapa almenningsálit. Flest blöð eru málgögn ákveðinna stjórnmálaflokka eða áróðnrsgögn í einhverjum skilningi. Það er siður erlendra blaða að þjappa hinu dag- lega pólitíska áróðursefiii sínu sam- aii í svonefnda forustugrein (leið- ara), sem þeir geta lesið, er áhuga hafa fyrir slíku. En allur sá aragrúi íolks, sem er frábitmn stjórnmálum, nema helzt í kosningahriðum, getur auðveldlega nytfært sér hið marg- víslega fróðíeiks- og skemmtiefni er- lendra stórblaða án þess að verða nokkurn tíma var hins pólitíska á- róðurs þeirra, Er þar ólíku saman að Platínurefaskinn og silfurrefaskinn til sölu í miklu úrvali beint frá framleiðanda. — Samstæður í pelsa og cape. Haralcfur AyúAtAMH Búnaðarbankahúsinu, Reykjavík. Símar 7220 og 2454. Tjarnarcafé h.f. SELUR fast fæði og lausar máltíðir. Alltaf það bezta á boðstólum. ★ BORÐIÐ og skemmtið ykkur í Tjarnarcafé. ★ ÞAR finnið þið var- anlegustu gleðina. — EGILL BENEDIKTSSON Simar: 3552 og 5533.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.