Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Frá Þjóðleikhúsinu þJÓÐLEIKHÚSIÐ okkar lætur nú furðu skammt stórra liöggva milli í menningarbaráttu sinni. Fyrir réttu ári kom hingað á vegum þess hópur sænskra óperusöngvara og flutti hér með undirleik Sýmfóníuhljómsveitarinnar Brúðkaup Fígarós eftir Mozart við mikinn fögnuð leikluisgesta. Fáa mun þá hafa órað fyrir þvi, að tæpu ári seinna mundi Iíigoletto eftir Verdi verða flutt hér af íslending- um sjálfum, ef undanskilin er ein erlend söngkona, Else Múlil. Hér er vissulega djarft teflt og af mikl- um stórhug, sem sumir kunna að hafa kallað fífl- dirfsku, áður en sýnt var, að flutningur óperunnar yrði merkur listrænn viðburður. Frumsýningin fór fram 3. júní sl. við mikla hrifningu leikhúsgesta. Stefán íslandi kom heim til að fara með hlutverk hertogans. Leikstjórn liefur annazt Simon Ed- wardsen frá Stokkhólmsóperunni og hljómsveitar- stjórn dr. Victor von Urbancic. Söngmenn úr Karlakórnum Fóstbræður hafa stingið kórhlutverk óperunnar. Guðmundur Jónsson þykir hafa unnið mikinn listsigur með flutningi sinum á lilutverki Rigolettos. En allir, sem að flutningi söngleiksins hafa stuðlað beint cða óbeint, eiga miklar þakkir skildar. Viðtökur þær, sem liann hefur hlotið, spá því, að við munum mega vænta fleiri söngleikja á sviði Þjóðleikhússins á næstu árum. Á efri myndinni sést Stefán íslandi í hlutverki hertog- ans, en á neðri mynd eru (frá vinstri): Else Muhl i hlutverki Gildú, Guðmundur Jóns- son sem Rigoletto og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir sem Giovanna, fóstra Gildu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.