Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN ÞRÓIIN ÍS'LEXZKRA FLVGMÁLA GENGUR ÆVIATÝRI IVÆST Samtaí uic) Om 0. ^ohnion ^oritjór, JJÖSK 12 ár eru liðin, síðan ég átti stutt samtal við ungan flugmann, Örn Ó. Johnson, sem þá var nýkom- inn heim að afloknu flugnámi í Bandaríkjunum. Ekki var hann fyrr hingað kominn um hávetur 1939 en hann bvrjaði að fljúga 2 sæta flug- vél Flugmálafélags íslands til ým- issa slaða úti á landi við næsta örð- ugar aðstæðnr. Ég man, að hann var nýkominn austan úr Hornafirði, er mér tókst að ná tali af honum. Við röbbuðum stundarkorn um nám lians og fraintíðaráform, og samtal- ið birtist í 3. liefti „Samtíðarinnar" 1939 undir fyrirsögninni: Fhigferð- ir eru krafa nútímans. Það var mjög hressandi að hitta þennan unga flugmann að máli, og þegar við kvöddumst, var ég sannfærður um, að heimkoma hans mundi tákna nýjan áfanga í flugmálum okkar Islendinga, sem þá voru enn i reif- um. Siðan hafa árin liðið óðfluga eins og gengur í þjóðfélögum, þar sem allt er ógert og verkefnin blasa hvarvetna við. Þessi ár hafa fært okkur ótrúlega miklar tæknilegar nýjungar, ekki sízt á sviði flugmál- anna, og íslenzki loftflotinn hefur siðan 1939 þrátt fyrir ýmis óhöpp, aukizl úr 2—3 smáflugvélum í um það l)il -10 vélar, margar stórar. Svo öra þróun gat enginn íslendingur lótið sér til hugar koma árið 1939, enda vissum við ])á ekki, að erlent hernám ásamt stórkostlegum flug- vallagerðum væri væntanlegt hér í náinni framtíð. En Örn Johnson hef- ur átt manna mestan þátt í þeim framkvæmdum, sem orðið hafa samfara hinni hraðfara flugþróun hér á landi. Ekki voru liðnar nema nokkrar vikur, frá því við hittumst 1939, þar til hann varð flugmaður og framkvæjndastjóri Flugfélags Akureyrar í stað Agnars Ivofoed- Hanséns, er þá gerðist lögreglustjóri i Reykjavík Nafni þessa félags var seinna breytt í Flugfélag Islands hf„ og hefur Örn Johnson verið forstjóri þess siðan. Fýrir nokkrum dögum hitti ég hann að máli i skrifstofu hans á Reykjavíkurflugvelli og bað hann að segja lesendum þessa tíma- rits eitthvað frá starfsemi Flugfé- lags Islands. Þróun Flugfélags Islands hf. „Ef ég á að hvrja á upphafinu að íslenzkum sið,“ segir Örn Johnson, „þá var F. I. í raun réttri stofnað norður á Akureyri 3. júní 1937 og hlaut fyrst nafnið: Flugfélag Akur- eyrar. Starfsemi þess hófst þó ekki fvrr en tæpu ári síðar, eða 2. maí 1938. Aðalhvatamaðurinn að stofn- un félagsins var Agnar Kofoed-Han- sen, og var hann jafnframt fyrsti flugmaður þess. Félagið keypti eina 3—4 farþega sjóflugvél, og var liún jöfnum höndum liöfð til farþega-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.