Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN M ILLI LANDAFLUGVEL1 N GULLFAXI Velgengni og örðugleikar Talið berst að höppum þeim og örðugleikum, sem orðið liafa í sögu F. í. En örn Johnson er bersýnilega maður, sem ekki er vanur að fjöl- yrða um örðugleika, hann kýs lield- ur að sigrast á ])eim umyrðalaust. Hann segir: „Þegar ég lit um öxl yfir hernskuár F. í„ er margs góðs að minnast. í því samhandi vil ég einkum nefna hinn mikla og al- ménna skilning islenzku þjóðar- innar á flugmálum. Eg ])ori að full- yrða, að Islendingar eru allra þjóða áhugasamastir um flugmál. Þetta er að vissu le^di eðlilegt. Hér liefur löngum verið við miklu meiri sam- gönguörðugleika að etja en víðast hvar erlendis. Fólk hefur því tekið flugvélunum tveim höndum. Það er eftirtektarvert, að oft þegar Islend- ingar liafa ferðazt til útlanda sið- uslu árin, liefur ekki verið nóg með, að þeir flvgju héðan til næsta lands, heldur hafa þeir líka flogið ínilli erlendra hæja. Þetta vekur athygli útlendinga, sem vanir éru að fara sömu leiðir með járnhrautarlestum eða áætlunarbílum.“ „Hefur llf. Eimskipafélag Islands ekki stutt F. í. drjúgum síðustu ár- in?“ „Jú, það'Var okkur hæði fagnað- arefni og mikill stuðningur, þegar Eimskip gerðist lduthafi i F. í. 1946, enda lagði ])að hæði fram riflegt hlutafé og lánsfé til rekstrarins.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.