Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.07.1951, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 Rakur næðingur blés frá fljótinu, eldurinn logaði órólega. „Furuköngla!“ Stúlkan, sem lá á hnjánum við eldinn, reis á fætur. Wlassoff gekk nokkur skref . lengra frá henni og litaðist um. „Undir elrinu finnið þér áreiðan- lega ekki neina,“ mælti Tatjana og flevgði handfjdli af furukönglum á eldinn. þAU HÖFÐU neytt hérakjötsúp- unnar og drukku nú seyði af jarð- arberjablöðum. „Hvað eigum við mörg skothylki eftir?. . . . Tvö? Við eigum nægilegt kjöt til morguns“ . . . Tatjaiia tví- henti smeitt drykkjarílátið og liristi það til þess að hræða lilla sykur- molann. Eldurinn liafði slokknað. Stúlkan rótaði gætilega saman kulnuðum viðarstúfunum með trjágrein og þakti þá með ösku. „Ef til vill lifir í glæðunum þar til í fyrramálið, og við getum spar- að okkur eldspýlu.“ Grá augu henn- ar litu hvasst á Wlassoff undan marglitum höfuðklútnum. Hann þx-eifaði ósjálfrátt eftir eld- spýtunum í vasa sínum. Þar sem lxann reykti, tí Idi hann sig hera á- hyrgð á þeim. Birta sumarkvöldsins hvíldi enn yfir skóginum. Frá skógarrjóðrinu niðri við árbakkann steig létt þoka. „Þetta líf á við mig,“ sagði Tatj- ana. „Ég elska skóginn“ ... Wlassoff tók vindlinginn fi'á vör- um sér. „Þér eruð bai-n“ .. . „Nei,“ sagði stúlkan. „Seinna mun- um við hafa gaman að minnast þessa tíma, hræðslunnar líka.“ Wlassoff skotraði augunum til hennar og þagði. „Það getur nú ekki liðið á löngu úr þessu.“ Tatjana skiæið á hnján- um þangað, sem hún ætlaði að sofa; ]xað var í skjóli lágvaxinna greni- trjáa, en toppa þeirra hafði hún hundið sarnan með leðuról. „Við verðum i mesta lagi tvo daga að ganga til landamæranna“ . . . Hún skreið aftur burt úr fjdgsni sínu og fægði lítinn bjúghníf með öskunni. „Ef þér viljið ekki fara að sofa, get- ið þér skolað skaftpottinn“ .. . Wlassoff anzaði henni engu. Hann leit í geðshræringu niður til ái'hakkans. An þess að líta við þreif hann í axlirnar á stúlkunni og þrýsti henni til jai'ðar. „Manneskjur“ .. . Tatjana, sem lá á öðru hnénu á jöi'ðinni, missti jafnvægið. Hann studdi hana óðara með liandleggn- um. Þau lágu hvort við annars hlið og liorfðu í áttina til skógarrjóðurs- ins. Milli lxái'ra trjástofnanna i skóg- arjaðrinum var eitthvað á hreyf- ingu. Maður kom í ljós, því næst annar og sá þriðji .. . einn í viðbót. Átta menn, sem gengu liver á eftir öðrum eftir skógarrjóðrinu, liratt og án þess að mæla oi'ð frá vörum. Tatjana sá það á gráum fötum þeirra og húfum, að þetta voru hetrunarhússfangar, moi-ðingjar, brennuvargar . . . Hún sá marglitar hæturnar, sem voru saumaðar á fangaklæði þeirra. Fremstur gekk lágur, þrekvaxinn nxaður og hafði

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.