Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 10
SAMTÍÐIN 6 \án ^igurÓóóon: Kveðskapur ísleifs Gíslasonar jj^LLIR GETIÐ þið ort og sungið, íslendingar, þó að þið getið ekk- ert annað,“ lætur Einar H. Kvaran Lénharð fógeta segja við Guðnýju, dóttur Ingólfs bónda á Selfossi. Hve mikið sem satt kann að vera í þess- um ummælum, er hitt ánægjuleg staðreynd, að fjöldi íslenzkra skálda og hagyrðinga er mikill og að þjóð vor liefur löngum verið bæði ljóð- unnandi og ljóðkunnandi. Til hins er leitt að vita, hve margar snjallar stökur hafa afbakazt hroðalega í munnlegri geymd og stundum er meira að segja svo langt gengið, að kveðskapur er rangfeðraður. 1 því sambandi má nefna, að tveir mál- kunnugir menn hittust eitt sinn á förnum vegi. Var annar þeirra hag- mæltur vel. Hinn vissi það og þekkti áhuga hans fyrir öllu, er að skáld- skap laut. Kvaðst hann mundu láta þann skáldmælta heyra ágæta hringhendu, er hann sagðist nýlega hafa lært og tilgreindi höfund vís- unnar. Hagyrðingurinn hlýddi á vísuna og mælti síðan: „Mikið fjandi er hún nú lík vísunni minni.“ Fyrir alllöngu birtust eftirfarandi vísur á prenti undir fyrirsögninni T ízkan: Ég sá hana Sólarlags-Gunnu í svalviðri þorranum á í pilsi svo þrælslega þunnu, ^ð því er ei segjandi frá. Með armana bera og bláa, og brjóstinu skýldi ekki hót og hæla svo ferlega háa, að hnjáliðabogin gekk snót. í húsaskúmssokkunum háu og hér og þar glytti í skinn, en pislarhárs-lokkarnir lágu þeir lengstu um gráföla kinn. í tízku frá tá upp að enni hún trítlaði götuna létt, því heilsan og pyngjan hjá henni, þær höfðu ekki atkvæðisrétt. Höfundarnafnið undir vísum þessum var Hallfreður vandræða- skáld. Og hver var svo þessi Hall- freður? Ekki var það sá, er endur fyrir löngu orti erfidrápuna um Ól- af konung Tryggvason. Nei, langt í frá. Höfundur „Tízkunnar“ er nú- tímamaður og heitir réttu nafni Is- leifur Gíslason. Hann er fæddur i Ráðagerði í Leiru árið 1873, en á nú heima á Sauðárkróki og rekur þar verzlun, rær fleytunni sinni til fiskj- ar, ræktar landið sitt, leikur á sítar- inn sinn, syngur og yrkir. Isleifur er orðinn grár fyrir hærum, en hann er enn ungur í anda. Gæti ég trúað þvi, að hann yrði ekki gamall fyrr en hann vill sjálfur ekki lengur vera ungur. Hann er glaður og gunnreif- ur, glettinn í svörum, en græskulaus, síyrkjandi um allt og alla og alls staðar: úti á sjó, inni í búð og uppi um hlíðar og hálsa, þótt langflestar stökur hans heyri búðinni til, enda kallar hann sjálfur allan kveðskap sinn „búðarvísur“. Isleifur Gíslason er fyrst og fremst

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.