Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 kimniskáld, sem sér og finnur hið kátbroslega við inenn og málefni. Hann hefur tekið sér andstöðu gegn hinum heimskulega eltingaleik við liégómlega tízku og tálfullar eftirlík- ingar lítilsverðra hluta. En málsókn lians er ekki á nokkurn liátt ofstæk- isfull. Hún birtist í hinum léttkveðnu vísum hans sem fullkominn sann- leikur og oft allþung ádeila. Níð- skældinn er hann aldrei og hefur lítt vndi af hinurn grimma leik katt- arins við músina, heldur ber hann virðingu fyrir hinum litla og lága andstæðingi sínum eigi síður en þeim stóra og sterka, og að níða hinn vanmáttuga með vísum sínum er honum fjarri skapi. Vilji einhver ganga á hólm við ísleif, er hann manna fúsastur að velja með þess- um andstæðingi vopn til einvígisins — ávallt í fullu bróðerni. Ég gat þess hér að framan, að ís- leifur nefndi kveðskap sinn einu nafni „búðarvisur“. Þótt vörur þrjóti í skápum og skúffum í verzlun hans, er kveðskapur hans óþrjótandi. Hann blessar inngang og útgang flestra, sem til lians koma, með búð- arvísum sinum. Og þegar menn koma brosandi út úr l)úðinni, þarf enginn, sem til þekkir, að spyrja, að hverju þeir séu að hlæja. J|ÉR MUN NÚ verða brugðið upp nokkrum skyndimyndum af hin- um glettnifulla, en jafnframt ádeilu- þunga kveðskap þessa ágæta hag- yrðings. Verður þá fyrst fyrir hendi hin löngu landskunna vísa hans: Detta úr lofti dropar stórir, dignar um i sveitinni. Tvisvar sinnum tveir eru fjórir, taktu í horn á geitinni. Þessi visa er ágætt dæmi um búð- arkveðskap Isleifs. En hvernig á því stendur, að vísan hefur hlotið sína miklu fararfrægð, læ(t ég ósagt. Þá koma nokkrar visur, sem einu nafni mælti nefna bílvísur, enda þótt hver og ein þeirra sé algerlega sjálfstæð: Enginn veður yfir Níl, án þess vökni kálfi, og ekki er liægt að yrkja í bil, allt er á reiðiskjálfi. Aksturinn varð eintómt spól, olían af versta tagi, engir hemlar, ónýt hjól, „allt í Jjessu fina lagi.“ Burt frá heimsins harki og skríl héðan mænir sálin þreytt; fái hún ekki far með bíl, fer hún sjálfsagt ekki neitt. (Tvær síðustu vísurnar voru prentaðar í 9. hefti ,,Samtíðarinnar“ 1937 ásamt 5 öðrum vísum eftir ísleif. — Ritstj.). Skáldið var eitt sinn á ferð í bíl frá Suðurlandi til Norðurlands og sat þá milli tveggja stúlkna, er báð- ar sofnuðu, er á leið ferðina, sín á hvorri öxl honum. Þegar þær vökn- uðu, kvað ísleifur: Mér skal verða minnisstætt, meðan hilar hreyfa sig, hvað þið gátuð sofið sætt svona báðar upp við mig. Siggi ástfanginn. Þú átt mikinn ástarauð, sem yljar huga minum, vildi ég „upp á vatn og brauð“ vera í faðmi þínum,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.