Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 24
20 SAMTÍÐIN að fara með sláturfé úr Reykja- hverfi til Húsavíkur og lieim aftur að lokinni slátrun á blóðvelli Húsa- víkur. Og hrátt mun ný kvnslóð spyrja: „Hvernig í ósköpunum gat annað eins átt sér stað rétt fyrir síð- ustu aldamót?“ Kona segir frá því, hvernig hún frelsast fyrir atbeina trúarreynslu sinnar. Er sú frásögn ekki hollt lestrarefni því fólki, sem farið hefur á mis við blessun trúar- innar? — Önnur kona segir frá vist sinni hjá Grími Thomsen á Bessa- stöðum og andláti hans. Enda þótt hún hafi ekki frá ýkjamörgu að segja, er að sjálfsögðu allt þakk- samlega þegið, sem fólk kann að segja af kynnum sínum við þjóð- skáldið, enda munu þeir nú orðnir næsta fáir, sem þar verða enn til frásagnar. „Fólkið í landinu“ verður tví- mælalaust ein vinsælasta íslenzka bókin á þessu ári. 1 henni skynjum við hjartaslög eldri kynslóðarinnar. Af skáldum krefjast menn list- rænna vinnubragða, m. a. mikillar stílfágunar innan vissra takmarka. Hér á annað fremur við: sannar og hispurslausar frásagnir, sem mega vel vera hrjúfar eins og vinnu- lúnar hendur sögumannanna. Að- alatriðið er, að sagnaritararnir hafi ratað rétta leið að hjörtum sögu- fólksins og forðazt að skapa ósann- ar gljámyndir úr frásögnum þess. Svo virðist sem á þetta hafi hér víð- ast hvar verið lögð megináherzla. samtals hátt á fimmta þúsund Allt, sem til er af eldri árgöngum „Samtí8arinnar“, bls., kostar aðeins 195 krónur burðargjaldsfrítt. Elehtralux- hrœrivélin fuilkomnasta hrmrivélin. EINKAUMBDÐSMENN: SÆNSK-Í5LENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.