Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 # Spurt og svuruð # j þessum þætti er leitazt við að svara spurningum frá lesendum „Samtiðarinnar“. Hreiðar E. Geirdal, skáld á ísa- firði, sem er ekki einungis frábær smekkmaður á íslenzkt mál, heldur og orðhagur í bezta lagi, skrifar á þessa leið: „Þar sem „Samtiðin“ svarar spurningum, langar mig til að spyrja um álit hennar á tveim orðum, sem mér hafa dottið i hug. Það er nú mikið rætt og ritað um frjálsíþróttir, en þetta orð finnst mér æði þung- lamalegt, og hefur mér dottið i hug í þess stað orðið: fjölfimi. Það er nú rétt svo, að ég þori að láta yður heyra hitt orðið. I hinni þýzk-íslenzku orðabók Jóns Ófeigs- sonar er orðið Heliocopter þýtt með orðinu öngsvifsvél, en ekki er það liðlegt orð í daglegu tali. Mætti ekki kalla slíka vél flugvindu, þar eð hún vindur sig upp til flugs? Mér finnst, að hægt sé að skilgreina merking- una hliðstætt við orðið skilvinda.“ Svar: „Samtíðin“ hefur borið orðið fjöl- fimi undir forseta í. S. I., Benedikt G. Waage, sem lætur sér mjög annt um vöndun íþróttamálsins. Eins og Geirdal er hann mótfallinn orðinu frjálsíþróttir og hefur stungið upp á að taka i þess stað upp orðið: fjölíþróttir, þar til bent yrði á enn heppilegra orð. Ben. G. Waage lýst vel á orðið fjölfimi, einkum í sam- bandi við leikfimi, og er áreiðan- Platínurefaskinn og silfurrefaskinn til sölu í miklu úrvali beint frá framleiðanda. — Samstæður í pelsa og cape. Ha?at<tu? fiyúAtAAcn Búnaðarbankahúsinu, Reykjavik. Símar 7220 og 2454. FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmumingu, Bílasprautun. SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.