Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 7
8. hefti 18. árg, Nr. 176 Október 1951 ÁSKRIFTARTlMARIT UM ISLENZK OG ERLEND MENNINGARMAL SAMTÍÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema í janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 25 kr. burðargjaldsfritt (erlendis 35 kr.), og greiðist það fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við síðustu áramót. Úrsögn sé skrifleg og verður að hafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum veitt móttaka í verzluninni Bækur og ritföng hf., Austur- stræti 1 og Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni hf. ENDURREISN VÖ MENNINGARMÁL, er varða alþjóð manna, krefjast nú skjótrar og giftu- samlegrar úrlausnar. Annað er milliríkja- mál, sem íslenzka þjóðin verður að fela þeim mönnum að leysa, er hún hefur trú- að fyrir utanríkismálum sínum, en það er endurheimt íslenzku handritanna, sem talsvert hefur verið rætt og ritað um. Hitt málið er algert innanríkismál, þar sem hverjum íslendingi er í lófa lagið að láta nokkuð til sín taka; það er endurreisn Skálholtsstaðar. í meira en 7 aldir var Skálholt höfuð- biskupssetur íslenzku þjóðarinnar. Þar var þá stærsta heimili landsins, prýtt fá- dæma rausn, þegar bezt lét. f Skálholti var löngum merkilegt skólahald, og frá 1553 starfaði þar latínuskóli fram til 1785, er hann og biskupsstóllinn voru lagðir niður og fluttir til Reykjavíkur. Óþarft er að telja annað það, er gerði þennan forn- helga stað frægan um aldaraðir. En í Móðuharðindunum 1784 hrundu staðar- húsin, og BÍðan hefur Skálholt verið lítið annað en „endurminning þess, sem var“. Fátækt, getuleysi, ræktarleysi og sitthvað fleira hefur lagzt á eitt að leggja þetta elzta biskupssetur íslendinga í rústir. Af fullkomnu miskunnarleysi hefur tímans tönn nagað af staðnum að kalla má allt það, sem minnt gæti á forna reisn, án þess að þar hafi verið nokkurt viðnám veitt. En á þessar aðfarir hafa menn horft með vorkunnarblandinni lftilsvirðingu. SKÁLHDLTS Eftir 5 ár — 1956 — eru 900 ár liðin, síðan Skálholt varð biskupssetur. Góðu heilli virðist nú sú alda vakin, sem leiða muni til skjótrar endurreisnar staðarins, ef þjóðin ljær því málefni lið. í maímán- uði árið 1948 stofnuðu nokkrir áhugamenn svonefnt Skálholtsfélag, er síðan hefur unnið ötullega að fjársöfnun í Viðreisnar- sjóð Skálholtsstóls og ekki síður að því að vekja fólk til skilnings á nauðsyn þess að endurreisa staðinn fyrir 1956. Um tilgang félagsins vísast til ritgerðar próf. Sigur- bjarnar Einarssonar hér í heftinu. Skálholtsfélagið hefur þrjú síðastliðin sumur gengizt fyrir því, að haldin hefur verið hátíð í Skálholti. Hefur þar farið fram með miklum hátíðarbrag guðsþjón- ustuhald, en síðan hefur verið skemmt með ræðum, upplestri, söng, hljóðfæra- slætti o. fl. Félagið hefur helgað sér til þessa hátíðahalds sunnudaginn næstan Þorláksmessu á sumri, þegar hana ber ekki upp á sunnudag sjálfa, og síðasta Skálholtshátíð var 22. júlí. Þá streymdi til Skálholts meira fjölmenni en nokkurn hefði fyrir fáum árum órað fyrir, að þang- að mundi koma til mannamóts. Um 20 kennimenn í messuskrúða með biskup landsins og báða vígslubiskupa þess í far- arbroddi settu að vonum mjög hátiðlegan svip á samkomuna. Meðal þess, er ber vitni um það hugarþel til staðarins, sem nú virðist vera að skapast, er Áheitasjóður Þorláks helga. Þessi sjóður er formlega

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.