Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN stofnaður með áheiti konu einnar í Árnes- sýslu, er tilkynnti formanni Skálholtsfé- lagsins sjóðstofnunina á Skálholtshátíð- inni í sumar. Eru sjóðnum þegar tekin að berast áheit, og má telja víst, að honum muni, áður en varir, berast stórgjafir til viðreisnar Skálholtsstað. Sú þjóð, sem hefur á hálfri öld reist flest hús sín af grunni úr varanlegu efni, lætur sig áreiðanlega ekki muna um að reisa með sameiginlegu átaki einn merk- asta helgistað sinn úr rústum. Og þar sem mjög er tímabært, að éinmitt nú komi fram skynsamlegar tillögur um endur- reisn Skálholts, hefur „Samtíðin" beðið þá próf. Sigurbjörn Einarsson, form. Skál- holtsfélagsins, og Árna G. Eylands stjórn- arráðsfulltrúa, sem báðir hafa hugsað mikið um þetta mál, að gera hér í heftinu grein fyrir tillögum sínum um viðreisn staðarins. Hafa þeir orðið fljótt og vel við þessum tilmælum og skipt með sér verkum, eins og til var mælzt, þannig, að sá fyrrnefndi gerir einkum tillögur um endurreisn helgisetursins, en sá síðar- nefndi um búskap á staðnum og veraldleg- ar framkvæmdir, sem að sjálfsögðu eru mjög veigamikil atriði í þessu sambandi. Eru menn eindregið hvattir til að lesa þessar geinar með athygli og hugleiða efni þeirra í góðu tómi, íslenzkar konur og karlar. Sameinumst öll um skjóta og sómasamlega endurreisn Skálholts. atx l<?öqm/a(díí 'a^rimar r\ogni/alaiáon: VISUR Samtíðin er sanngjörn ei samtíðar við afreksmann. Hennar svar er sífellt nei, samúðar ef æskir hann. Hamingjan það hollráð fann, á hrósi verður engin töf, þegar legið hefur hann hundrað ár í sinni gröf. Vitið þér ? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver orti þetta: „Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja, og hreimur sætur fyllir boga- göng.“ 2. Hvað merkir: bjargvel? 3. Eftir hvern er skáldsagan Bab- bit? 4. Af hverju dregur bandaríska ríkið Delaware nafn? 5. Hver er frægasti knattspvrnu- maður íslands? Þjónninn: „Baðið er til, yðar há- göfgi.“ Greifinn: „Æ, getið þér ekki tekið það fyrir mig, ég er svo þreyttur?“ Hún: „Hvenær finnst þér hárið á mér fara bezt, elskan?" Hann: „Þegar þú greiðir það fyrir andlitið.“ Frúin: „Varstu virkilega fyrst núna að fara á pósthúsið með bréf- ið, sem ég bað þig að skreppa með fyrir heilli viku?“ Vinnukonan: „Já, ég var nefni- lega grenjandi vond við strákinn á pósthúsinu, og við sættumst ekki fyrr en í gærkvöldi." SIGURGEIR SIGURJðNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Borðið ávallt hollan og góðan mat frá Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. KJÖT & GRÆNMETI Snorrabraut 56. — Sími 2853

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.