Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN íslandi. Þetta frumvarp hefur ekki enn verið lagt fyrir Alþingi, en það dregst varla mjög lengi úr þessu, að löggjafarvaldið komi til móts við sjálfboðasamtök áhugamanna. Enn gerði téð frumvarp að sjálf- sögðu ráð fyrir því, að sóknarprest- ur Torfastaðaprestakalls settist að í Skálholt með tíð og tíma. Ég sagði áðan, að tillögur Skál- holtsfélagsins um endurreisn Skál- holts mættu virðast nærtækar. Vona ég, að lesendur fallizt á það. Það mun ekki ágreiningur milli þeirra, sem hafa gefið þessu máli gaum af áhuga, að þetta séu þau höfuðat- riði, sem vinna beri að. Það þarf að sækja fram að þessu marki eftir tveim leiðum, eins og þegar er ljóst af því, sem hér hefur verið sagt: Samtök áhugamanna þurfa að verða öflug og fjársterk. Þau þurfa að ná saman fé til þess að geta haf- izt handa um hinar brýnustu fram- kvæmdir. Þegar sýnt er, að áhugi er fvrir hendi og samtök áhuga- manna eiga orðið nokkuð undir' sér, er ekki að efast um, að hið op- inbera muni hlaupa undir þagga. Það er hin önnur leið, sem 'sækja þarf fram á, og þar verður þá jafn- framt fyrir sú lagasetning, sem nauðsvnleg er til þess, að lagður sé heilbrigður og farsæll grundvöllur að framtíð staðarins. Vegleg kirkja á grunni dómkirkj- unnar fornu, væntanlega i hennar likingu, vígslubiskup og kirkju- prestur á staðnum, báðir með eðli- legu verksviði — og þeir þurfa sannarlega ekki að vera verkefna- lausir! — með þessu þrennu væri þegar trvjggt, að staðurinn hefði nokkurn svip og að hann yrði að nýju miðstöð kirkjulegs lifs i land- inu. í framhaldi þessa, á grund- velli og í skjóli þess, og með áfram- haldandi stuðningi kirkju og þjóð- ar, myndi Skálholt verða helgiset- ur að nýju, þjóðinni ekki aðeins til sæmdar, heldur og til nytsemdar og blessunar. Það er ekki ástæða til að gera viðtækari áætlanir i fyrstu atrennu. „Líf sér stakkinn prjón- ar“. Við þurfum að gera mikið í Skálholti, kynslóðin, sem nú lifir. En fyrst og fremst að leggja þann grundvöll, sem aðrir geti hyggt of- an á. Skálholt á enn eftir að verða einn mesti og fegursti staður fs- lands, sýnilegt tákn þeirrar lotning- ar fyrir helgum söguminningum, sem hverri þjóð, er ætlar sér fram- tið, er nauðsvn að rækja og rækta, og lifandi aflgjafi nýrrar sögu, þjóð- inni til vegsauka og giftu. „Það fyrsta, sem gera þarf í Skál- holti, er að reisa nýjar byggingar yf- ir bú og bónda.“ J^IJESTALLA 19. öld var vegur Hóla í Hjaltadal lítill. A harðindaár- um og við lítinn kost var hafin þar umbót 1882 með stofnun bætida- skóla. Þótt val Hóla, sem skólaset- urs, væri mjög við það miðað, að Hólaland er mikið og vel til þess fallið að bera stórbú, er enginn vafi á því, að um valið réð nokkru löngun Skagfirðinga og trú að hefja Hóla

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.