Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN því; þetta er hið auðveldasta oí* eðlilegasta. En á hverju á þá að byrja í Skál- holti? Markar búskapurinn því ef til vill bás að einhverju levti? Já, vissulega. Eins og nú standa sakir, er hægt að hefjast þar handa um kirkju- byggingn án þess að fleira komi til. En sú kirkja yrði ein og yfirgefin, ef ekki er meira að gert, og þá kem- ur röðin að húi og bónda. Öll hús búsins, sem nú eru, verða að hverfa, áður en bgggt er gfir prest og biskup hvað þá meira, sem kirkjumálunum mest við kemur. Og það er ekki hægt né hagkvæmt að ryðja öllum húsum búsins í Skálholti úr vegi fyrir húsakvnnum prests og kirkju án þess að byggja ný í þeirra stað. Það er ekki hagkvæant að hafa staðinn búlausan og fólkslausan og jörðina i eyði, á meðan verið er að reisa þar kirkju og ])restsetur. Slikt væri glapræði. Því ber svo undarlega við, og er þó ef til vill ekkert undarlegt, og fjarri þvi að það sé kirkju og kristni til neinnar vansa>mdar, að það fgrsta, seni gera þarf í Skálholti, er að reisa nýjar byggingar yfir bú og bónda. Búið tel ég vel staðsett i túnjaðr- inum, sem nú er, vestur á holtinu, sem kallað er, til að rýma til heima á hlaðinu. Röð framkvæmdanna yrði þá þessi; 1. Byggt fjós og lilaða með fleira, er því við kemur, yfir um 40 gJ’ipí. 2. Tekin ofan öll gripahús'heima á staðnum. Byggt íhúðarhús handa bónda eða ráðsmanni. 4. Hyggð kirkjan, og gamla ibúð- arhúsið notað sem vistarvera lianda mönnum, er að þeirri byggingu starfa. 5. Gamla ibúðarhúsið rifið, og væru þá horfin öll (hin slæmu) hús, sem nú eru heima á Skál- lioltsstað, og fullt ráðrúin feng- ið til frekari byggingarfram- kvæmda í sambandi við endur- reisn staðarins sem kirkjulegs seturs. 6. Bvggt prestsetur o. s. frv. Þannig liggur málið fvrir, og þannig fer saman þörf bús og kirkju enn sem fyrr í Skálholti, veraldar- gengi og kristnihald. Bændaskólinn væntanlegi er utan við þetta mál, eins og nú er ástatt, og i engu rýrður hagur þeirrar hug- mvndar þótt með hagkvæmni sé að unnið heima í Skálholti. Aðalatriði málsins er og verður: Það á ekki að leggja Skálholt i eyði, sem hújörð, það væri höfuðskömm, sem engin kirkjubygging getur bætt fyrir og enginn hændaskóli, þótl hann rísi i úthaganum vestur á ás- um fjarri hinupi forna Skálholts- stað. Heima í Skálholti á enn, sem um aldir fyrr, að fara saman nauð- syn Guðs og góðra manna, húskap- ur og blessun kirkjunnar. Það er rúm fyrir hvort tveggja. Slikl sam- býli er söguleg og menningarleg nauðsyn á þessum stað, sem ekki verður sniðgengin án vita og var- anlegs tjóns.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.