Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN 158. saga „Samtíöarinnar" Sigurjón frd ftorpeiróitöÉurn: Hringurinn þAÐ ER drungalegt kafaldsþykkni i loftinu, hálfrokkið um hádag- inn. Úrsvalir regndropar koma á tætingi utan úr himinhvolfinu. Gat- an er hráslagaleg, ísingin vefur sig um möl og steina, rennur saman i samfelldan glerung. En í verzluninni er bjart og hlvtt; jólin eru að koma. Afgreiðslumaðurinn, ungur pilt- ur, er á þönum innan við búðar- borðið, mælir, vegur og telur: Einn — tveir — þrír — Hún stendur framan við borðið, kornung stúlka i upplitaðri kápu og slitnum skóm, biður eftir afgreiðslu, dundar við að skoða ýmislegt gling- ur i sýningarhólfunum. Hann snýr sér að henni, reynir að uppfylla óskir hennar eftir beztu getu. Hann er hjólliðugur og stimamjúkur, eins og hann gangi á tituprjónum, laumast til þess að líta í spegilinn i snyrtikróknum, sér að hálsbindið er óaðfinnanlegt og liðirnir i dökku hárinu áberandi. Hún hlær. Hlátur hennar fer um eyru hans eins og suðrænan, sem þíðir fönn og klaka. Og i augum hennar eru bjartir glampar, tærir eins og skammdegisheiðrikjan. Hún skoðar ýmsa gripi, flettir dúkum, spyr um verð, kaupir ekk- ert, lætur sem sér líki ekki varning- urinn. Hann verður oft annarshugar, svarar út i hött; roðnar upp í liárs- rætur, þegar hann segir einhverja vitleysu. Hún hlær. Og viðskiptunum er lokið. En hún stendur kyrr, fitlar við glófann sinn, skimar um borð og hillur. „Hvað hefurðu þarna?“ Látlaus bending. „Dömuhringi .. . nýkomna dömu- hringi.“ Þeir eru fluttir fram á borðið. Hún rannsakar þá gaumgæfilega. Hann fylgir hverri hrevfingu hennar í þögulli aðdáun. „Þessi er fallegastur og mátuleg- ur mér.“ Dökkur, leyndardómsfullur steinn. Hún rennir hringnum kæruleysis- lega af mjóum fingri, leggur hann aftur i öskjuna. „Þú kaupir hringinn,“ segir hann brosandi. „Nei, þú gefur mér hann í jóla- gjöf.“ Hljómfagur hlátur. Vandræðaleg þögn. Svo hverfur hún út í rökkrið. Hann horfir drevmandi á eftir henni, tekur hringinn úr öskjunni, leggur hann til hliðar. Uti á gangstéttinni glitra hrím- perlur í ljósrákinni frá lýstum glugganum. Loftið er hrákalt, þungt bárugjálfur niðri í fjörunni. Og hálkan á götunni er lúmsk og ill- kvittnisleg, eins og falskur hálf- kunningi. En inni i verzluninni er bjart og hlýtt. Og bráðum koma jólin.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.