Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 Frækilegt námsafrek j FRÁSÖGN MAGNÚSAR VfG- LUNDSSONAR ræðismanns um spænska menningu, sem birtist í 3. heí'ti „Samtíðarinnar“ sl. vetur, var þess getið, að um þær mundir færi fram nántskeið i spænskum málvísindum og bókmenntasögu við Salamanca-háskólann og að Þórhallur Þorgilsson bókavörður tæki þátt í því af íslendinga hálfu. Þórhallur fór utan í febrúar byrjun með ferðastyrk frá Spán- verjum, er fengizt hafði fyrir milli- göngu Magnúsar Vígundssonar og de Torata greifa, þáverandi sendi- herra Spánar fyrir fsland. Dvaldist Þórhallur síðan 4 mánuði við fram- haldsnám í spænskri málfræði (Curso Superior de Filologia Hispánica) við Salamanca-háskóla, en við það nám var stvrkur- inn miðaður. — Einnig tók hann þátt i bókmenntanámskeiðum og sótti í þessum greinum einkum fyrir- lestra þeirra prófessoranna dr. Garcia Blanco i málsögu og Real de la Riva í bókmenntasögu. Að loknu máffræðinámskeiðinu innritaði Þórhalfur sig vegna áskor- unar nokkurra prófessoranna til prófs, er veitir titilinn: licenciado og er lokapróf heimspeki- og bók- menntadeildar. (Fac. de Filosofia y Þá fær lítil stúlka í upplitaðri kápu og á sfitnum skóm, jólagjöf. Hring með svörtum steini, sem er leyndardómsfullur eins og framtíð- in. ÞDRHALLUR ÞDRGILSSDN Letras). Stóðst hann px-ófið með prýði og má segja, að hann hafi þar unnið afrek, því að hann þreytti próf þetta að kalla undirbúnings- laust, en 20 ár voru þá fiðin, frá því að hann hafði gengið undir svipaða prófraun við Sorbonne- háskólann í París. Þórhallur hefur unnið mjög að þvi að kynna ís- lendingum rómönsk mál og bók- menntir. Hann hefur stundað hér kennslu í þessum málum og samið ekki fæi’ri en 3 kennslu- og lestrar- bækur í spænsku og 4 i ítölsku. — Einnig hefur hann ritað bók um spænsku borgarastyrjöldina 1936 —39 og þýtt og gefið út safn spænskra úrvalssmásagna með bókmenntalegum inngangi og ævi- ágripum höfundanna. Hann hefur síðan 1931 verið löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í spænsku og frakknesku. I þessu sambandi er einnig vert að minnast hinnar frábæru háttvisi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.