Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Undir pjögur augu 13 Sdonja id. Udet^aion: illi himins og jarðar gFSTA mál á dagskrá í júní og júlí var, hvernig við íslendingar mynd- um spjara okkur i sundkeppninni við hinar NorSurlandaþjóSirnar. AuSvitaS vorum viS öll á sama máli um þaS, aS viS myndum sigra, því aS ekki vantar i okkur rembinginn. ViS erum handviss um jdirburSi okkar á næstum því hvaSa sviSi sem er og vitnum aS sjálfsögSu um leiS til forfeSra okkar. í þessu felst sú hætta, aS viS gleymuin aS taka þátt í keppninni og segjum sem svo: „ÞaS munar ekkert um mig. ViS vinnum hvort sem er.“ „Satt segir þú, GerSa mín, en nú ætla ég aS trúa þér fyrir leyndarmáli, ef þú lofar mér upp á æru og trú aS segja ekki frá því.“ „Ég skal þegja eins og steinn." „Jæja, þaS er þannig, aS ég lief sent inn vottorS og umsókn til sundnefndar um þaS, aS ef ég tek þátt í keppninni, verSi mér reiknuS tvöföld stigatala.“ „ÞaS er naumast þú litur stórt á þig.“ „Gríptu ekki fram í fyrir mér. Ég skal skýra þetta nánar. Mín skoSun er sú, aS konur, sem ekki séu konur einsamlar, séu tvær persónur, og þaS skal ég rök- stySja, ef meS þarf.“ „Ertu aS segja mér, aS þú sért ólétt? Mér finnst þú vera alveg jafn digur og þú ert vön.“ „Þarna sérSu, aS stundum getur veriS gott aS vera gildvaxin. En hvaS um þaS. ÞaS er lítil mannvera innan i mér, og viS ætlum báSar aS taka þátt í keppninni. Og því finnst mér þaS ekki nema sanngjarnt, aS ég og mínir líkar séu reiknaSir sem tvær persónur.“ „Þú ert svei mér köld. Ekki þyrSi ég aS reyna á mig aS ástæSulausu, ef þannig væri ástatt fyrir mér.“ „Þarna er þér rétt lýst, eSa réttara sagt: þú ert fulltrúi þeirra kvenna, sem halda, aS þær séu eins og brot- liætt egg, þó aS þær séu meS barni. Ég er hrædd um, aS kínverska kon- an líti öSrum augum á þetta. Hún sem vinnur á akrinum, þangaS til léttasóttin ber hana ofurliSi. Þá fyrst hættir hún störfum sínum og kemst meS naumindum heim í bæl- iS sitt til þess aS ala barniS. ÞaS mætti jafnvel segja mér, aS hún skildi sjálf á milli. ÞaS hef ég aS minnsta kosti fyrir satt af frásögn- um Pearl S. Buck, aS hún liggur ekki marga daga i rúminu á eftir.“ „Finnst þér þetta til fyrirmyndar og ef til vill eftirbreytni?“ „Þú tekur mig of bókstaflega. Ég er einungis aS sýna fram á, hvílíkur reginmunur er á konum. Sennilega er hér sem í flestu meSalhófiS bezt, en hvaS um þaS, ég ætla mér aS synda 200 metrana, þó aS ég sé langt gengin meS.“ „MaSur verSur víst aS fara og gera slíkt hiS sama, þó aS ég sé ekki tvöföld eins og þú. Mér þykir bara verst, aS allt fína fólkiS er búiS aS synda!“ „Einmitt þaS. Ég hélt nú ekki, aS þú værir höfSingjasleikja.“ „Nei, maSur viSurkennir þaS ekki vanalega, en hinu ber ekki aS neita, aS þaS er meira gaman aS vera inn-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.