Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.10.1951, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 samlegast sendið pöntun sem allra fyrst, áður en fleiri hefti seljast upp. Utanáskrift: „Samtíðin", pósthólf 75, Reykjavík. Sænskt viðhafnarrit gONNIERS forlagið í Stokkhólmi hefur sent „Samtíðinni“ hið glæsilega viðhafnarrit, sem ])að hef- ur gefið út um konungshöll Stokk- hólms og listaverk hennar: Stock- holms slott och dess konstskatter. Þetta er 200 bls. bók i stóru broti með samt. 166 myndum, ]>ar af 21 litmynd, teknum af Lennart af Pet- ersens, einum snjallasta ljósmvnd- ara Svía. Texta ritsins hafa þeir Áke Setterwall og Stig Fogelmarck samið. Er þar i gagnorðu máli sögð byggingarsaga þessarar miklu hall- ar, sem bvrjað var að reisa sam- kvæmt uppdráttum Nicodemusar Tessins vngra árið 1690. En einnig fylgja liinum frábæru myndum ná- kvæmar lýsingar á listaverkum hallarinnar, sem einkum eru frá Vasa-, Karlunga-, frelsis-, Gústafs- og Karl Jóhanns-tímum. Má heita, að höllin sé fjölbrevtt listasafn, auk þess sem hún hefur öldum saman verið bústaður Svíakonunga. Þeir, sem kvnnast þessari bók, öðlast mjög skýra hugmynd um eina virðu- legustu konungshöll Evrópu, og það er ástæða til að óska Bonniers til liamingju með, hve vel þessi vanda- samasta viðhafnarútgáfa forlagsins hefur tekizt. — Verð ób. s. kr. 45.00, íb. 55.00 og 70.00 Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13, Reykjavík. Vönduð húsgögn prýða heimilið Einungis 1. flokks efni og vinna notuð til framleiðslunnar. UúAfhœfat Hafið það jafnan hugfast, að beztu brauðin og kökurnar kaupið þér hjá Alþýðubrauðgerðinni h.f. Reykjavik, sími 1606. Hafnarfirði, simi 9253. Keflavik, sími 17. Akranesi, sími 4.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.