Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 íslenzka undrabarnið í London þAÐ VAR fróðlegt að koma til London í siunar, er borgin var víða með miklum hátíðabrag. Stór- hýsi þau, sem risið hafa þar af rúst- um síðan 1945, orkuðu þægilega á hugann. Fjölbreyttar sýningar á mörgum stöðum vöktu mikla at- hygli, og leiksjmingar, tónleikar og söngleikaflutningur í sambandi við hátíðahöldin gerðu hálfsmánaðar- dvöl að sannkölluðu ævintýri, ekki sízt eftir á, þegar mesta þreytan eft- ir allt annríkið var rokin burt og minningarnar fengu í góðu tómi að heimta rétt sinn. Enn sem komið er staldrar hugur- inn oftast við sunnudag einn, er ég átti þess m.a. kost að kynnast mjög merkri íslenzkri fjölskyldu, sem dval- izt hefur í London nokkur undan- farin ár, háð þar örðuga menningar- l>aráttu og náð áföngum, sem líklegt cr, að leiði til mikilla sigra á sviði tónlistarinnar. Er hér átt við Jó- hann Ti’yggvason hljómsveitar- stjóra, konu hans og fjögur börn, en allir Islendingar kannast við elzta barn þeirra hjóna, Þórunni litlu, sem orðin er mjög fræg fyrir frábæran píanóleik. ir Sex ára tónlistarstarf í London Það er hressandi að hitta Jóhann Tryggvason eins og þá frændur fleiri úr Svarfaðardal, en þar virðist vera mikið um tápmikið gáfufólk. Jóhann var þegar orðinn kunnur tónlistar- maður hér á Islandi árið 1945, en þá ÞDRUNN JÓHANNSDDTTIR um haustið fór hann til London, hóf nám í hljómsveitarstjórn, píanóleik og tónsmíðum við The Royal Acade- my of Music og stundaði það næstu 4 árin. Því næst tók hann að leitast við að útvega sér atvinnuleyfi í Bret- landi, en slíkt veitist útlendingum að jafnaði ærið örðugt. Hér fór þó betur en á horfðist, og réð úrslitunum bréf, sem skólastjórinn við fyrr- nefndan tónlistarskóla skrifaði brezka innanríkisráðuneytinu. Var þar mælt svo eindregið með beiðni Jóhanns um atvinnuleyfið og lokið þvíhku lofsorði á dugnað hans og hæfileika, að honum var heimilað að dveljast áfram við tónlistarkennslu í Bretlandi. Björninn var þó síður en svo unninn, þvi að eftir var enn að útvega sér kennslustarfið. Það tókst ári síðar en dvalarleyfið hafði feng- izt, eða haustið 1950. Þá réðst Jó-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.