Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 13
SAMTlÐlN 'J Þess verður ef til vill skammt að bíða, að nafn Þórunnar Jóhannsdótt- ur varpi miklum ljóma á Island og íslenzka þjóðmenningu. Bandaríkja- menn kölluðu Svíþjóð fyrir nokkrum árum oft land Grétu Garbo. Það vildi til sl. vor, að Islendingar voru stadd- ir á veitingastað í London. Málfar þeirra leiddi til þess, að aðrir gest- ir, sem þarna voru, spurðu, hvaðan þeir væru. Er landarnir sögðu til sín, birti yfir svip útlendinganna, og þeir svöruðu: „Jæja, svo þið eruð þá frá landi undrabarnsins, hennar Þórunn- ar litlu Jóhannsdóttur.“ S. Sk. + Það er sagt: + að kærkominn sé sá gestur, sem get- ur látið húsbændunum liða eins vel og þeir væru heima hjá sér. ♦ að heilinn sé líffæri, sem lætur okk- ur halda, að við séum miklu gáf- aðri en raun er á. ♦ að erfðir séu ágallar, sem barnið þitt hefur frá öðrum en þér. • ♦ að kona kvíði framtíðinni, áður en hún giftist, en karlmaður eftir að hann kvænist. ♦ að enginn viti, hve mannsrödd getur breytzt gífurlega, fyrr en hann hefur beyrt konu hætta að skamma mann sinn og anza í símann. Kynnið „Samtíðina" vinum yðar. — 3. grein Kjörorð frægra manna V MAURICE MAETERLINC.K, frægi belgiski nóbelsverðlaunahöfundur- inn, velur sér þessi orð eftir CER- VANTES: „Vegnrinn er ávallt betri én veitingastaðurinn.“ Greinargerð: ÞESSI ORÐ hins mikla spænska rithöfundar, Cervantesar, tákna á- kveðið lífsviðhorf. Á yneri árum lagði ég oft hart að mér til aoná einhverju takmarki, ljúka verki. „Þegar þessu er lokið“, var ég vanur að segja, „mun ég finna fullnægingu og endur- gjald.“ En seinna komst ég að raun um, að sérhver framkvæmd er, fyrir sitt leyti eins og veitingastaður, aðeins á- fangi meðfram veginum. Höfuðgæði lífsins eru fólgin í ferðalaginu sjálfu, i því að við kappkostum og þráum að halda ferðinni áfram. Nú finn ég, að ég get litið með ánægju um öxl yl'ir áttatíu og fjögur æviár, og það, sem skiptir mig enn þá meira máli, er, að ég get enn vonglaður og eftir- væntingarfullur horft fram á veginn. Mér hefur lærzt að líta á sérhvern veitingastað meðfram veginum frá sjónarmiði ferðamannsins -— ekki sem lokatakmark, heldur sem við- komustað, sem unnt sé að leggja upp frá með nýjum og betri árangri. Kaupum alla gamla málma MÁLMIÐJAN H.F. Þverholti 15. Sími ‘7779.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.