Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 14
SAMTÍÐJN 1U Siqurkur Sl ulaion: 159. saga „Samtíöarinnar“ Minningarslitur um lausingja frá 1925 ^ÐUR EN ÉG verð enn þá eldri og ráðsettari en orðið er, enn þá þjóbreiðari enibættismaður i þjón- ustu lýðveldisins, og áður en gull- spangagleraugun sökkva enn þá dýpra niður i virðulegt nefnið á mér, langar mig til að færa hér i letur litla endunninningu úr ævi minni, frá því ég var einn af lausingjum ársins i höfuðstað Islands. Ég hef ætlað að afneita þessari endurminn- ingu í 25 ár. En þegar ég var i hóp- göngunni á aldarafmæli menntaskóla- hússins við Lækjargötu hérna um árið, heimtaði hún að taka á sig þessa mynd. Þar með gef ég sjálfum mér, eins og ég var 1925, orðið. Ein af vofum þeirrar fortíðar, sem aldrei kemur aftur, tekur til máls: Háttvirtu lesendur. Enn þá einu sinni heldur blessað vorið innreið sína i okkar hálfskap- aða höfuðstað. Þetta er í júnímánuði 1925. Enn þá fá hinir sólvermdu vindar að þyrla rykgusunum eftir sprungnum og skáhöllum gangstétt- unum meðfram Laugaveginum og eft- ir ótal sundum og tröðum. Enn þá bíða forarvilpurnar í djúpum götu- skorningunum eftir miskunnsöm- um þurrki, sem breytir þeim í reyk- vískt ryk, til þess að þær fái að þyrl- ast upp í ásjónur vegfarendanna, umlykja þá og sýna þeim þau bliðu- atlot, sem þeir kunna að hafa farið á mis við í lifinu. Og hvernig líður svo annars þetta dásamlega vor hér i hafnarbænum við Faxaflóa? Ég veit ekki, hvað ykk- ur finnst, sem vinnið á fiskreitum, eigið hlutabréf í togurum, þvoið gólf, lifið á vöxtum af tæmdum arfi, sópið göturnar, vinnið í skrifstofum, rekið verzlanir, bruggið áfengi, kenn- ið í skólum, rakið skeggbroddana af náunganum, seljið blöð eða vinnið annaðhvort eldhússtörf eða á eyr- inni. Þið sjáið auðvitað fyii'st og fremst ykkar áþreifanlegu sjónar- mið, sem þorskurinn og síldin hafa skapað ykkur. En ég, Sigfús Sigfús- son, er í dag heimsmaðurinn, sem á bæinn og ykkur öll í orðsins dásam- legustu merkingu. Ég á nákvæmlega einn hvitan flibba og rautt hálsbindi, jakka, sem einu sinni var svartur, vesti og röndóttar buxur, sem enn eru ekkj farnar að gljá allt of mikið á viðkvæmum stöðum. Svo á ég líka nýlegan göngustaf og slitna lakk- skó frá dansleikjum undanfarinna vetra....... 1 þessum viðhafnarbúningi geng ég út úr kvistherberginu mínu, þar sem ég bý upp á krit. 1 næstu tóbaksbúð á ég unnustu. Þar fæ ég ilmandi sígarettu og síðan mjólkurglas hjá systur minni, sem er við afgreiðslu i mjólkurbúð skammt þaðan. Að þessu loknu geng ég, Sigfús Sigfús- son vetrarskáld, „módel 1925“, út á stræti höfuðstaðarins á þessum glampandi vormorgni til þess að ganga úr skugga um, að miðbærinn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.