Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN að listsköpunin er aðeins tómstunda- dútl, milli þess að fólk er að vinna i búðum, skrifstofum, að iðnaði eða á eyrinni. Ungi maðurinn, sem spil- aði á fiðlu á kvöldskemmtuninni í Iðnó fyrir skömmu, er klæðskeri. Unga stúlkan, sem dansaði listdans- inn á leiksviðinu og mundi senni- lega hafa getað sómt sér í stærra hlut- verki, er i brauðabúð. Og greyið ég er bara vanskapað ljóðskáld, sem ekki hefur ofan í sig að éta allan árs- ins hring, einn af þessum skrítnu mönnum, sem slæpast í einhverju af kaffihúsum bæjarins á kvöldin, mönnunum með mikla hárið og al- varlegu andlitin, sem alltaf eru að sækja í sig veðrið og verjast berkl- um, þar sem þeir eru sífellt að minna á sig á Austurstræti eða hnappa sig í einhverju horninu á Hótel Island. Ef til vill komast þeir seinna á fjár- lög, svona einu sinni eða tvisvar, ef þeir eiga einhverja pólitíska ættingja eða geta hrært einn eða tvo þingmenn til meðaumkvunar með list í reifum. Píanótónar, sem berast upp til mín neðan úr ibúð húseigandans og matarþefur frá gömlu konunni, sem býr hérna handan gangsins og sel- ur fæði, er það andrúmsloft, sem ég og mínir líkar lifum og hrærumst i hér í höfuðstaðnum: matarþefur og molar af borðum einhvers konar list- ar. En fjöldinn stritar allan guðs- langan daginn og spilar svo lög úr Söngvasafninu á kvöldin — helzt á margfalt orgel með hnéspöðum og eólshörpum, — eða bara skrallmúsík á lélegan grammófón við rautt ljós í þakherbergjum við Laugaveginn. I rauninni sárleiðist mér í kaffi- húsunum, þar sem fávísir, bólugrafn- ir unglingar með sleikt eða úfið hár, tilreykta hálsa og spánarvín í blóð- inu setja svip sinn á allt, umflotnir háreysti frá nokkrum spilurum, sem enginn hlustar á, en mega þó ein- hvern veginn ekki missa sig af því að þeir verða að koma gestunum í þá skaptegund, sem gerir þeim fært að sitja i tvo klukkutíma með spekings- svip og skeggræða um ekki neitt. Og í þessu andrúmslofti hef ég orðið að vera í vetur, af því að ég er mis- lukkað ljóðskáld, uppflosnaður námsmaður, sem byrjaði einu sinni eitthvert nám við Hafnarháskóla, en hvarf frá því og gerðist tímakennari að vetrinum og hálfgerður atvinnu- leysingi að sumrinu og bíð nú sjálf- sagt einna helzt eftir því að komast í skrifstofu eins og sumir félaga minna, sem urðu ofvaxin skáld og hættu í 4. bekk, af því að latneska málfræðin var ekki samboðin anda- gift þeirra eða þeir höfðu ef til vill hrasað á Bergstaðastignum. Nú ætla ég burt úr þessum bæ norður á einhvern sildarfjörð langt bak við fjölhn, umvöfðum rómantik blámans og voninni um 500 krónur í sumarkaup. En hamingjan veit, að mig langar þangað ekki. Ég vil fara upp í sveitina, þar sem ég varð fyrst gagntekinn af ást. Ég vil koma þang- að eins og fyrsti, hlýi vorblærinn, sem kemur bóndanum til að draga andann dýpi'a en í vetur, fikra húf- unni ofar á höfuðið og klóra sér í ennistoppnum. Ég vil koma inn í dal- inn eins og ný skáldsaga eftir heims- frægt skáld, sem gáfuð húsmóðir les á kvöldin og nóttunni með sams

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.