Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN vantar mig nú sennilega hæfileikana, Gerða mín!“ , Þcgar ])ú minnist á hæfileika, þá dettur mér i hug maður, sem ég þekki. Hann er alltaf að fá botnlangakast, en þorir ekki að láta taka langann úr sér af ótta við, að hann muni deyja. Hann segist fyrir alla muni verða að lifa, svo að hann missi ekki stöðuna!“ „Sá hlýtur að hafa góða stöðu, fyrst hann vill ekki missa liana, jafnvel þó að hann eigi von á himnaríkisvist.“ „Það er nú álitamál, hvort hann fær inngöngu þar. Hann heldur nefnilega framhjá konunni sinni,------— en staðan er ágæt.“ „Ég held, að ég sé gengin af göflun- um. Ég verð að flýta mér heim. Þú gengur kannske með mér eitthvað áleiðis ?“ Ég samsinnti vinkonu minni, tog- aði betur upp um mig sokkana og nýja magabeltið niður og málaði mig ofurlítið með varalitnum, sem Ólafur minn keypti fyrir jólin. „Það er naumast þú ætlar að halda þér til. Þvílíkt snurl'us!“ „Mér er að fara fram, kona góð. Það er komið „ástand“ aftur, og núer röðin komin að mér-----------ég fór ekki í það síðast.“ „Og dauðsást eftir því?“ „Ekki segi ég það í alvöru. Jæja, nú er ég til---“ „Og tilhaldi þínu lokið sem betur fer.“ Við gengum sem leið lá heim til Jónu og létum dæluna ganga. Aðal- umræðuefnið okkar á leiðinni voru börn og hlóm. „Karlmennirnir þarfnast okkar og við þeirra, en börnin og blómin þarfnast okkar allra. Það skiptir engu máli, livort við eigum þau sjálf eða ekki. Það er skylda okkar að hlúa að þeim og reyta illgresi, hvort heldur það vex í kringum blóm eða barnssál. Þegar hörnin gleðjast, tökum við þátt í gleði þeirra, og þegar blómin skarta, dáðmst við að þeim. Lítil blóm í vermireitum eru eins og börn í föð- urhúsum. Þegar blómin stækka, þurfa þau meira svigrúm, og þá plöntum við þeim út. Þá verða þau að spjara sig. Sé dugur í þeim, standast þau hverja raun, slagveðursrigninguna og norðangjóluna. En sé krankleiki í þeim, veslast þau upp og deyja.“ 110. krossgáta 1 2 5— 4 5 l 7 m 8 9 'm w 10 m ll i® 12 13 m n— It 16 17 Lárétt: 1 Hegðun, 7 í skýjum, 8 gælu- nafn, 9 áþján, 10 skran, 11 i messu, 13 fastastjarna, 14 fjöldi, 15 reykur, 16 náttúra, 17 bcrnskustöðvar (þf.). Lóðrétt: 1 Hluti, 2 stormur, 3 samteng- ing, 4 skaði, 5 veiðarfæri, 6 tveir eins, 10 hægagangur, 11 rúst, 12 kvenmanns- nafn, 13 livíldi, 14 gröm, 15 bókstafsheiti, 16 tveir eins. RÁÐNING á 109. krossgátu í síðasta hefti. Lárétt: 1 Makrill, 7 ósk, 8 sál, 9 ri, 10 las, 11 súr, 13 var, 14 dý, 15 rög, 16 mór, 17 óraleið. Lóðrétt: 1 Móri, 2 asi, 3 KK, 4 ísar, 5 iús, 6 LL, 10 lúr, 11 saga, 12 dýrð, 13 vör, 14 Dói, 15 ró, 16 me.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.