Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 19 Merhilec/t heitnilishnhasafn ÞEGAR Helgafells-forlagið boðaði árið 1945, að það mundi gangast fyr- ir útgáfu tíu erlendra úrvalsrita í ís- lenzkum þýðingum, þótti ýmsum, að hér væri í mikið ráðizt. En þegar bækurnar tóku að streyma á markað- inn og kostuðu ekki nema 35 kr. hver i snotru bandi, urðu ákaflega margir til að gerast fastir áskrifend- ur að „Listamannaþingi“, en svo nefndi forlagið þetta ritsafn. Hér fór hvort tveggja saman: fræg erlend verk og snjallir íslenzk- ir þýðendur. Sum verkin voru löngu lieimsfræg, eins og t.d. Biirtingur Vol- taires, Salóme Oscars Wildes, Mikkj- áll frá Kolbeinsbrú eftir Heinrich von Kleist og Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir Shakespeare. önnur voru eftir fremstu höfunda Norðurlanda á þessari öld: Jökulliún eftir Johs. V. Jensen, Að haustnóttum eftir Knut Hamsun og Frú Marta Oulie eftir Sigrid Undset. Ótalin eru þá Nóa Nóa eftir hinn heimsfræga frakkn- eska málara Paul Gauguin, Blökku- stúlkan eftir Bernard Shaw og Símon Bolívar eftir Hendrik van Loon. Þýð- endur voru úr hópi ritfærustu Islend- inga, sem nú eru uppi, og nægir í þeim efnum að nefna Gunnar Gunn- arsson, Halldór Kiljan Laxness, Kristmann Guðmundsson og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. En eitt mesta vandaverkið, sem þarna var af hendi leyst, var þýðing Sigurðar Grímssonar á Kaupmanninum í Fen- eyjum og þótti vel takast. Flestum Skrásett vörumerki VERZLANIR UM LAND ALLT Prjónavörur úr 1. flokks íslenzkri ull hæfa bezt íslenzku veðurfari. Heildsölubirgðir Heildverzl. Hólmur h.f. Bergstaðastræti 11B, Reykjavík. Sími 81418 og 5418. ÚTVEGUM beint frá verksmiðjum í Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu járn, stál, vélar og verkfæri til iðnaðar. * VERZLUNARFÉLAGIÐ SINDRI H.F. Hverfisgötu 42, Reykjavík. Sími 4722.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.